Ósk um aðra framlengingu á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir

Málsnúmer 202405086

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1108. fundur - 23.05.2024

Tekið minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 15. maí 2024, þar sem fram kemur að fyrir liggur beiðni frá G. Hjámarsson hf. um framlengingu á þjónustusamningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi. Samningurinn var upphaflega gerður til þriggja ára; 2020 - 2023. Í annarri grein þjónustusamningsins er gefin heimild til framlengingar á samningstímanum um tvö ár með samþykki beggja aðila, en bara til eins árs í senn. Búið er að framlengja samninginn um eitt ár. Deildarstjóri sér ekkert því til fyrirstöðu að framlengja þjónustusamninginn um annað ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða eð 3 atkvæðum að þjónustusamningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi á milli G. Hjálmarssonar hf. og Dalvíkurbyggðar verði framlengdur um eitt ár skv. ákvæðum í gildandi samningi.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 15. maí 2024, þar sem fram kemur að fyrir liggur beiðni frá G. Hjámarsson hf. um framlengingu á þjónustusamningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi. Samningurinn var upphaflega gerður til þriggja ára; 2020 - 2023. Í annarri grein þjónustusamningsins er gefin heimild til framlengingar á samningstímanum um tvö ár með samþykki beggja aðila, en bara til eins árs í senn. Búið er að framlengja samninginn um eitt ár. Deildarstjóri sér ekkert því til fyrirstöðu að framlengja þjónustusamninginn um annað ár.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða eð 3 atkvæðum að þjónustusamningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi á milli G. Hjálmarssonar hf. og Dalvíkurbyggðar verði framlengdur um eitt ár skv. ákvæðum í gildandi samningi. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að þjónustusamningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi á milli G. Hjálmarssonar hf. og Dalvíkurbyggðar verði framlengdur um eitt ár skv. ákvæðum í gildandi samningi.