Frá slökkviliðsstjóra; Ósk um viðauka vegna reykköfunarkúta

Málsnúmer 202405083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1108. fundur - 23.05.2024

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 14. maí 2024, þar sem sóakð er eftir viðauka vegna endurnýjunar á reykköfunarkútum.
Keyptir voru 8 nýjir kútar sem ekki var gert ráð fyrir á áætlun 2024.
Óskað er eftir kr. 982.000 viðauka á fjárhagsáætlun 2024, deild 07210, lykil 2810.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1114. fundur - 04.07.2024

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 14. maí 2024, þar sem sóakð er eftir viðauka vegna endurnýjunar á reykköfunarkútum. Keyptir voru 8 nýjir kútar sem ekki var gert ráð fyrir á áætlun 2024. Óskað er eftir kr. 982.000 viðauka á fjárhagsáætlun 2024, deild 07210, lykil 2810. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 1. júlí 2024, þar sem óskað er eftir viðauka til kaupa á handverkfærum og öðrum búnaði á nýjan slökkvibíl. Á fjárhagsáætlun 2024 er gert ráð fyrir kr. 1.500.000 til þessa verks en þar sem ófyrirséð afföll urðu á öðrum búnaði liðsins þurfi að nota hluta heimild til búnaðarkaupa til að bregðast við kaupum á reykköfunarkútum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 982.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr.29, við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 982.000 á lið 07210-2810 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.