Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Umsókn um styrk vegna viðhalds á troðara

Málsnúmer 202405112

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1108. fundur - 23.05.2024

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 14. maí sl., þar sem óskað er eftir kr. 2.000.000 styrk frá sveitarfélaginu vegna viðhalds á snjótroðara, kostnaður er áætlaður kr. 3.000.000. Um er að ræða endurnýjun vegna slita á fræsara aftan í troðaranum, þar er að segja tennurnar í keflunum og frágangsmottum. Fram kemur að Skíðafélagið stendur nokkuð vel eftir veturinn en vissulega væri ákaflega gott að fá mótframlag.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.
Dalvíkurbyggð og Skíðafélag Dalvíkur gerðu nýlega með sér styrktarsamning um uppbyggingu á skíðasvæðinu sem og samkvæmt styrktarsamningi ársins 2024 eru rekstrarframlög til Skíðafélagsins hækkuð þó nokkuð frá fyrra ári.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/dalvikurbyggd-styrkir-skidafelag-dalvikur
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:33.

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 14. maí sl., þar sem óskað er eftir kr. 2.000.000 styrk frá sveitarfélaginu vegna viðhalds á snjótroðara, kostnaður er áætlaður kr. 3.000.000. Um er að ræða endurnýjun vegna slita á fræsara aftan í troðaranum, þar er að segja tennurnar í keflunum og frágangsmottum. Fram kemur að Skíðafélagið stendur nokkuð vel eftir veturinn en vissulega væri ákaflega gott að fá mótframlag.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi. Dalvíkurbyggð og Skíðafélag Dalvíkur gerðu nýlega með sér styrktarsamning um uppbyggingu á skíðasvæðinu sem og samkvæmt styrktarsamningi ársins 2024 eru rekstrarframlög til Skíðafélagsins hækkuð þó nokkuð frá fyrra ári. https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/dalvikurbyggd-styrkir-skidafelag-dalvikur Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar ofangreindu erindi.