Á 370. fundi sveitarstjórnar þann 18 júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 41. fundi skólanefndar TÁT þann 31. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, fer yfir hvaða breytingar þarf að gera er varðar Sportabler, reikningagerð og bókhald hjá Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum að fara í þessar breytingar á innheimtukerfi og óska eftir að Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu hjá Dalvíkurbyggð, leggi fyrir minnisblað er varðar kostnað við þessar breytingar inn í Bæjarráð Fjallabyggðar og Byggðaráð Dalvíkurbyggðar." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28. maí sl. Lagt er til að sett verði upp stafræn vefumsókn með beintengingu við Sveitagáttina / BC fyrir skráningu í TÁT, Sportabler sleppt en boðið verðir upp á að sækja um frístundastyrk sem og ganga frá skráningu frístundastyrks ásamt bókun. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um kr. 670.000 fyrir utan mánaðargjöld.Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að farin verði sú leið sem lögð er til í ofangreindu minnisblaði. Kostnaður vegna þessa fari á deild 04540 og skiptist í hlutföllum á milli sveitarfélaganna samkvæmt samstarfssamningi. Jafnframt fari kostnaður vegna mánaðargjalds á deild 04540 og skiptist í sömu hlutföllum þar til Dalvíkurbyggð ákveður að innleiða vefumsóknir fyrir annað."
Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 21. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Innheimta skólagjalda hjá TÁT mál nr. 2406032
Lagt fram erindi frá Dalvíkurbyggð varðandi innheimtu skólagjalda hjá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga, TÁT.
Lagt er til að sett verði upp stafræn vefumsókn með beintengingu við sveitargáttina hjá Dalvíkurbyggð í stað þess að innheimta gjöld í gegnum Sportabler eins og nú er gert.
Niðurstaða:
Bæjarráð samþykkir þátttöku Fjallabyggðar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við Dalvíkurbyggð og afgreiða fyrir hönd Fjallabyggðar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstir deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar, dagsettur þann 25. júní sl. með afgreiðslu fyrir hönd Fjallabyggðar.