Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

41. fundur 31. maí 2024 kl. 08:30 - 10:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðrún Hauksdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fund: Ave Kara Sillaots

1.Skóladagatal skólanna 2024 - 2025. Ósk um breytingu.

Málsnúmer 202402040Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir þá breytingu á skóladagatali TÁT 2024 - 2025, sem óskað er eftir.
Skóladagatal TÁT 2024 - 2025 er samþykkt með þremur atkvæðum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Dalvíkurbyggð kom inn á fund kl. 08:43

2.Gjaldskrá TÁT og Sportapler

Málsnúmer 202211044Vakta málsnúmer

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, fer yfir hvaða breytingar þarf að gera er varðar Sportabler, reikningagerð og bókhald hjá Dalvíkurbyggð.
Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum að fara í þessar breytingar á innheimtukerfi og óska eftir að Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu hjá Dalvíkurbyggð, leggi fyrir minnisblað er varðar kostnað við þessar breytingar inn í Bæjarráð Fjallabyggðar og Byggðaráð Dalvíkurbyggðar.
uðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Dalvíkurbyggð fór af fundi kl. 09:10

3.Starfsmannamál TÁT 2024

Málsnúmer 202404080Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir starfsmannamál fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Skólanefnd hvetur stjórnendur grunnskóla og TÁT að þróa og efla áframhaldandi samvinnu með tónmenntarkennslu.

4.Styrktarsjóður TÁT

Málsnúmer 202402005Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir þær breytingar sem gerðar voru á styrktasjóði TÁT efir síðasta fund.
Skólanefnd TÁT leggur til að Sviðstjóri Dalvíkurbyggðar, Deildastjóri Fjallabyggðar og skólastjóri TÁT, uppfæra reglurnar í samræmi við umræður á fundinum og koma með þær á næsta fund hjá nefndinni.

5.Skólaslit og vortónleikar TÁT

Málsnúmer 202405206Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir hvernig skólaslitum er háttað og upplýsir um þá vortónleika sem voru nú í vor.
Skólanefnd TÁT leggur til að sameiginleg skólaslit tónlistarskólans verði í Ólafsfirði sem er miðsvæðis.

6.Innritun í TÁT 2024 - 2025

Málsnúmer 202405207Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir hvernig staðan er á innritun fyrir næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðrún Hauksdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs