Frá Skíðafélagi Dalvíkur-byggingarleyfisumsókn vegna vélageymslu og aðstöðuhúss

Málsnúmer 202405128

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1114. fundur - 04.07.2024

Erindi frá byggingarfulltrúa Dalvíkurbyggðar dags. 28. júní 2024 þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs varðandi byggingu vélageymslu og aðstöðuhúss á lóð Skíðafélags Dalvíkur við Brekkusel.
Hæð fyrirhugaðrar byggingar er 5,3 m en skilmálar deiliskipulags fyrir svæðið kveða á um hámarkshæð 5 m.
Að mati byggðaráðs er ekki talin þörf á breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik frá skilmálum deiliskipulagsins er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.