Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, dagsett þann 15. ágúst sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi frá Dalvíkurbyggð vegna viðgerða og nýsmíði á turnspíru Dalvíkurkirkju og viðgerða á tengibyggingu kirkju og safnaðarheimilis. Óskað er eftir styrk að upphæð 3,0 - 4,0 m.kr.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu frá ráðinu um afgreiðslu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320 styrkveitingar-almennar-reglur- dalvikurbyggdar.pdf"
Menningarráð tók ofangreint erindi til umfjöllunar á fundi sínum þann 24. september sl. þar sem fram kom að menningarráð tekur jákvætt í verkefnið en vísar málinu til ákvörðunar í byggðaráði þar sem þetta er verulega stór upphæð sem óskað er eftir og væri of stór biti af fjárhæð Menningarsjóðs.
Við vinnslu fjárhagsáætlunar var afgreiðsla menningarráðs tekin til umfjöllunar og óskaði byggðaráð eftir frekari upplýsingum með erindinu sem liggja nú fyrir.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð styrki Dalvíkurkirkju um 4 m.kr. árið 2024 vegna viðgerða á kirkjunni.
Byggðaráð leggur til að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun 2024 skv. ofangreindu á deild 05810."
Með fundarboði byggðaráðs fyldu þakkir frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar, dagsett þann 3. desember sl., varðandi ofangreinda afgreiðslu.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem lagður er til viðauki að upphæð kr. 4.000.000 á lið 05810-9145 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu frá ráðinu um afgreiðslu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.pdf