Frá Þröster ehf.M Fjárhagsáætlun 2025; CDalvík - styrkur - aukin þjónusta við unglinga

Málsnúmer 202408051

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni fyrir hönd Þröster ehf. eiganda og rekstraraðila CDalvík, móttekið þann 19. ágúst sl, þar sem óskað er eftir styrk til að geta aukið þjónustu við unglinga í Dalvikurbyggð og haldið úti 4 föstum tímum á viku fyrir unglinga á aldrinum 12 - 16 ára. Óskað er eftir styrk fyrir launum þjálfara í 10 vikur, tvær annir, kr. 800.000 fyrir árið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.