Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2024

Málsnúmer 202405039

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 21. fundur - 07.06.2024

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2024.
Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 6. -8.september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 13.-14. september.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holárafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 4.-5.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 21. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2024. Niðurstaða:Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 6. -8.september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 13.-14. september. Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holárafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 4.-5. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 6. -8.september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 13.-14. september. Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holárafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 4.-5.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 22. fundur - 09.08.2024

Umhverfis-og dreifbýlisráð leggur til að vegna sérstakra aðstæðna eftir slæmt vor og ljóst er að uppskerutími verður með seinna móti vegna kals, að seinni göngum verði seinkað um viku, eða til 20.- 21. september. Geta þá bændur á hverju gangnasvæði fyrir sig komið sér saman um hvort fyrstu göngur séu gengnar helgina 6. - 7. september eða 13.- 14. september.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Byggðaráð - 1116. fundur - 15.08.2024

a) Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Umhverfis-og dreifbýlisráð leggur til að vegna sérstakra aðstæðna eftir slæmt vor og ljóst er að uppskerutími verður með seinna móti vegna kals, að seinni göngum verði seinkað um viku, eða til 20.- 21. september. Geta þá bændur á hverju gangnasvæði fyrir sig komið sér saman um hvort fyrstu göngur séu gengnar helgina 6. - 7. september eða 13.- 14. september. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá fjallskilanefnd Svarfaðardalsdeildar, dagsett þann 12. ágúst sl., þar sem fram kemur að Fjallskilanefnd gerir ekki athugasemd við að göngum og réttum verði frestað um viku vegna aðstæðna við heyöflun en leggur til að fyrri göngur verði 13.-14. september og seinni göngur 20.-21. september. Mikilvægt sé að gengið verði á öllum gangnasvæðum á sama tíma og ekki verði um val bænda hvort fyrri göngur verði 6.-7. eða 13.-14. september. Fjallskilanefnd bendir á að samkvæmt Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð er gert ráð fyrir samráði við nágrannasveitarfélög ef vikið er frá tímaramma við ákvörðun haustgangna. Nú þegar hefur Hörgársveit tilkynnt að fyrri göngur verði 11.-15. september, hins vegar hefur ekkert samráð verið haft við Árskógsdeild, en mikilvægt er að samræmi verði í gangnadögum hvort heldur er innan Dalvíkurbyggðar eða við nágrannasveitarfélög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu um viku og aflað verði upplýsinga um afstöðu fjallskilanefndar á Áskógsströnd og á Dalvík til þess að fresta göngum.