Umhverfis- og dreifbýlisráð

22. fundur 09. ágúst 2024 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
  • Óðinn Steinsson
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Eiður Smári Árnason komst ekki á fundinn og enginn varamaður var tiltækur.
Júlía Ósk Júlíusdóttir komst ekki á fundinn og mætti Anna Kristín Guðmundsdóttir í hennar stað.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðið.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að sækja um viðauka fyrir Snjómokstri og hálkueyðingu.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

2.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmda ársins.
Lagt fram til kynningar

3.Samningur um sorphirðu - framlenging

Málsnúmer 202201091Vakta málsnúmer

Samningur um sorphirðu rennur út 31. ágúst nk. Verið er að vinna að útboði á sorphiðu sveitarfélagsins þar sem breytingar eru gerðar á sorphirðu til samræmis við breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrlangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Byggðaráð að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu. Samningurinn gildi til 31.12.2024 og byggi á núverandi samningi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lögð fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vill leggja áherslu á eftirfarandi í aðalskipulagsvinnunni:
Efnistökusvæði
Efnislosunarsvæði
Skriðuföll og náttúruvá

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

5.Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 202407010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 2. júlí 2024 frá Hjörleifi Hjartarsyni landverði í Friðlandi Svarfdæla þar sem hann gerir athugasemdir við losun í jarðvegstipp í Hrísahöfða sem Umhverfisstofnun hefur áður gert athugasemdir við. Einnig er í erindinu bent á að mikilvægt sé að bregðast við útbreiðslu ágengra plöntutegunda umhverfis Hrísatjörn.
Erindinu er vísað til endurskoðunar aðalskipulags sbr. lið 4.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

6.Úttekt á hættu vegna skriðufalla í dreifbýli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202102114Vakta málsnúmer

Á 137. fundi landbúnaðarráðs þann 16. febrúar 2021 var lagt til við sveitarstjórn að unnin yrði jarðfræðileg úttekt og hættumat vegna mögulegra skriðufalla við byggð í sveitarfélaginu.
Á 33. fundi Sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2021 var samþykkt að vísa tillögu Landbúnaðarráðs til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar og til að leggja mat á þörf og umfangi.
Málið hefur dagað uppi og er því endurvakið nú.
Erindinu er vísað til endurskoðunar aðalskipulags sbr. lið 4.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá yfirlit yfir vinnu við Umhverfis- og loftslagsstefnu Dalvíkurbyggðar og hugmyndir að næstu skrefum lagðar fram til umræðu. Frestað mál frá 21. fundi þann 07.06.2024.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur verkefnastjóra afla frekari upplýsinga um gerð, ferli og kostnað við loftslagsstefnu og leggja fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2024

Málsnúmer 202405039Vakta málsnúmer

Umhverfis-og dreifbýlisráð leggur til að vegna sérstakra aðstæðna eftir slæmt vor og ljóst er að uppskerutími verður með seinna móti vegna kals, að seinni göngum verði seinkað um viku, eða til 20.- 21. september. Geta þá bændur á hverju gangnasvæði fyrir sig komið sér saman um hvort fyrstu göngur séu gengnar helgina 6. - 7. september eða 13.- 14. september.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

9.Gangnadagar í Hörgársveit 2024

Málsnúmer 202407011Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur 2. júlí 2024 frá Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, þar sem hann tilkynnir að fyrstu göngur í Hörgársveit haustið 2024 verði frá miðvikudeginum 11. september til sunnudagsins 15. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar.
Lagt fram til kynningar.
Anna Krístín Guðmundsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið.

10.Refa- og minkaveiði í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202408002Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð drög að samningi og samþykkt vegna refa- og minkaveiða.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlögð drög að samningi og samþykkt með áorðnum breytingum.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
Anna Krisín Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn.

11.Brekka Svarfaðardal - Fyrirspurn um heimreið

Málsnúmer 202407072Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dags. 30. júlí 2024 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir, ábúandi í Brekku, eftir aðkomu sveitarfélagsins að breytingum á legu heimreiðarinnar að Brekku til að minnka slysahættu. Vegagerðin mun leggja fram 36,8 % af áætluðum kostnaði við breytinguna.
Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu og bendir á að sveitarfélagið komi ekki að viðhaldi á heimreiðum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

12.Fundargerðir HNE 2024

Málsnúmer 202402077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 236.fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem haldinn var 26. júní 2024.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir mikilvægi þess að auka eftirlit og skráningu á lausafjármunum og gámum.
Ráðið felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að halda áfram skráningu á lausafjármunum og gámum í samstarfi við Byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir deildarstjóri
  • Óðinn Steinsson
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar