Úttekt á hættu vegna skriðufalla í dreifbýli Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202102114

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 137. fundur - 16.02.2021

Til umræðu hætta á skriðuföllum í dreifbýli Dalvíkurbyggðar.
Landbúnaðarráð leggur til við sveitarstjórn að unnin verði jarðfræðileg úttekt og hættumat vegna mögulegra skriðufalla við byggð í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 137. fundi landbúnaðarráðs þann 16. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu hætta á skriðuföllum í dreifbýli Dalvíkurbyggðar.
Landbúnaðarráð leggur til við sveitarstjórn að unnin verði jarðfræðileg úttekt og hættumat vegna mögulegra skriðufalla við byggð í sveitarfélaginu."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar. Sé metin þörf á úttekt að lögð verði fyrir byggðaráð heildstæð tillaga er m.a. tilgreini umfang, kostnað og aðferðafræði.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 22. fundur - 09.08.2024

Á 137. fundi landbúnaðarráðs þann 16. febrúar 2021 var lagt til við sveitarstjórn að unnin yrði jarðfræðileg úttekt og hættumat vegna mögulegra skriðufalla við byggð í sveitarfélaginu.
Á 33. fundi Sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2021 var samþykkt að vísa tillögu Landbúnaðarráðs til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar og til að leggja mat á þörf og umfangi.
Málið hefur dagað uppi og er því endurvakið nú.
Erindinu er vísað til endurskoðunar aðalskipulags sbr. lið 4.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.