Landbúnaðarráð

137. fundur 16. febrúar 2021 kl. 09:00 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Erna Rudolfsdóttir boðaði forföll og enginn kom í hennar stað.

1.Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202011085Vakta málsnúmer

Til umræðu bætt fyrirkomulag á framfylgni samþykkta um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð. Undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna-og framkvæmdadeildar, kl. 09:01 og fór yfir stöðu væntanlegs samstarfs við Akureyrarbæ.
Steinþór vék af fundi kl. 09:15
Ráðið þakkar Steinþóri fyrir yfirferðina og vonast til að niðurstaða verði komin í samstarfið fyrir næsta fund ráðsins í mars.

2.Fundargerðir fjallskiladeilda 2020

Málsnúmer 202010030Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir fjallskildeilda Árskógs og Svarfdæladeilda.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fundargerð fjallskiladeildar Svarfdæladeildar.

Þar sem ákvörðun Árskógsdeildar um að framvegis verði gangnaseðill eingöngu birtur á heimasíðu Dalvíkurbyggðar vill ráðið árétta.
Samkvæmt gr. 14 í fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð ber fjallskiladeild að senda út gangnaseðla.
Landbúnaðarráð leggur því til að samhliða auglýsingu um niðurröðun gangaskila að hausti verði fjáreigendum einnig sent bréf eða tölvupóstur þar sem óskað er eftir staðfestingu á móttöku.

3.Erindisbréf landbúnaðarráðs og umhverfisráðs

Málsnúmer 201807048Vakta málsnúmer

Til umræðu erindisbréf landbúnaðar og umhverfisráðs.
Landbúnaðarráð telur að ráðið skuli fá til umsagnar þau málefni sem hafa með dreifbýli í Dalvíkurbyggð að gera.
Samkvæmt gildandi erindisbréfi ráðsins skal ráðið vera til umsagnar um landnýtingu í dreifbýli.

4.Til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.

Málsnúmer 202101075Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 21. janúar 2021 óskar atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Úttekt á hættu vegna skriðufalla í dreifbýli Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202102114Vakta málsnúmer

Til umræðu hætta á skriðuföllum í dreifbýli Dalvíkurbyggðar.
Landbúnaðarráð leggur til við sveitarstjórn að unnin verði jarðfræðileg úttekt og hættumat vegna mögulegra skriðufalla við byggð í sveitarfélaginu.

6.Fjallgirðingarmál 2021

Málsnúmer 202102062Vakta málsnúmer

Til umræðu fjallgirðingarmál 2021
Lögð fram til kynningar samantekt fjallgirðinga í Dalvíkurbyggð sem send var Vegagerðinni.
Einnig farið yfir áætlun 2021 fyrir fjallgirðingar í Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs