Brekka Svarfaðardal - Fyrirspurn um heimreið

Málsnúmer 202407072

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 22. fundur - 09.08.2024

Anna Krisín Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn.
Með tölvupósti dags. 30. júlí 2024 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir, ábúandi í Brekku, eftir aðkomu sveitarfélagsins að breytingum á legu heimreiðarinnar að Brekku til að minnka slysahættu. Vegagerðin mun leggja fram 36,8 % af áætluðum kostnaði við breytinguna.
Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu og bendir á að sveitarfélagið komi ekki að viðhaldi á heimreiðum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Byggðaráð - 1116. fundur - 15.08.2024

Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti dags. 30. júlí 2024 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir, ábúandi í Brekku, eftir aðkomu sveitarfélagsins að breytingum á legu heimreiðarinnar að Brekku til að minnka slysahættu. Vegagerðin mun leggja fram 36,8 % af áætluðum kostnaði við breytinguna.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu og bendir á að sveitarfélagið komi ekki að viðhaldi á heimreiðum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og hafnar erindinu um aðkomu Dalvíkurbyggðar að breytingum á legu heimreiðarinnar að Brekku þar sem sveitarfélagið kemur ekki að viðhaldi á heimreiðum.