Umhverfis- og dreifbýlisráð

21. fundur 07. júní 2024 kl. 08:15 - 09:46 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Emil Júlíus Einarsson sá sér ekki fært að mæta og mætti Friðjón Árni Sigurvinsson í hans stað.
Júlía Ósk Júlíusdóttir sá sér ekki fært að mæta og mætti Anna Kristín Guðmundsdóttir í stað hennar.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagslega stöðu þeirra málaflokka er heyra undir ráðið.
Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu og farið yfir hugmyndir að auka verkefnum þar sem fyrirséð er að ekki verður hægt að framkvæma öll verk á fjárhagsáætlun vegna skipulagsmála.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að vinna áfram að fimm verkefnum á lista yfir auka verkefni ársins 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2024

Málsnúmer 202405039Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2024.
Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 6. -8.september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 13.-14. september.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holárafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 4.-5.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umferðarmerkingar - tillögur að breytingum

Málsnúmer 202405040Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð fór yfir umferðarmerkingar og lagði til breytingar.
Ráðið felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Lögregluna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundarsaga Umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar sem nær til ársins 2020. Vinna við mótun Umhverfis- og loftslagsstefnu hefur legið niðri undanfarin tvö ár.
Umhverfis- og dreifbýlisráð frestar málinu til næsta fundar og vill þá fá nýjan verkefnisstjóra á fundinn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Efnistaka í landi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202403123Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fór yfir vinnu sem er í gangi við úttekt á efnisnámum í Dalvíkurbyggð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að sótt verði um viðauka til Byggðaráðs til uppmælinga á námum sveitarfélagsins og mati á efnisgerð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Fundargerðir HNE 2024

Málsnúmer 202402077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 235. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 24. apríl 2024.

Fundi slitið - kl. 09:46.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar