Frá Rípli ehf; Fjárhagsáætlun 2025; Malbikun á plani

Málsnúmer 202408047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:48 vegna vanhæfis og Freyr Antonsson tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni, móttekið þann 19. ágúst sl, fyrir hönd Rípils ehf, eiganda að Hafnarbraut 5, neðri hæð, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð komi að þvi að malbika planið að hluta eða c.a. 3 metra fyrir framan Hafnarbraut 5 að neðanverður sem liggur að Martröð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna erindinu og vísar því til endurskoðunar á deiliskipulagi við höfnina.
Helgi Enarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.