Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.
a) Atvinnulífskönnun - niðurstöður.
Á 1119. fundi byggðaráðs þann 5. september sl. kom fram að atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar færi í loftið á næstunni. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi niðurstöður úr þeirri könnun og samantekt upplýsingafulltrúa sem hann gerði grein fyrir á fundinum. Fjöldi svara voru 24.
Til umræðu ofangreint.
b) Fyrstu drög / hugmynd að Atvinnustefnu
Á 1119. fundi byggðaráðs þann 5. september sl. var samþykkt að Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar verði endurskoðun og uppfærð og var það vísað til fjármála- og stjórnsýslusviðs til úrvinnslu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að endurskoðun á Atvinnustefnu með nýrri framsetningu.
Til umræðu ofangreint.
Friðjón vék af fundi kl. 14:58.