Gunnar Kristinn Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:42.
Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 13.11.2024, þar sem gert er grein fyrir tillögu af hálfu Bjarmahlíðar um framlag sveitarfélaga í umdæmi Lögreglustjórands á Norðurlandi eystra fyrir rekstri þolendamiðstöðvarinnar fyrir árið 2025. Samkvæmt þeirri tillögu yrði framlag Dalvíkurbyggðar árið 2025 kr. 600.000.
Vonast er til að sveitarfélögin geti tekið tillit til þessa við fjárlagavinnu fyrir næsta ár.
Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun við síðari umræðu þann 19. nóvember sl. og ekki er gert ráð fyrir framlagi til Bjarmahlíðar árið 2025.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 að leggja til við sveitartjórn að framlag Dalvíkurbyggðar árið 2025 verð kr. 600.000, vísað á deild 02800."