Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - Þorsteinn Svörfuður vegna þorrablóts á Rimum 2025

Málsnúmer 202411091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1133. fundur - 28.11.2024

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20. nóvember sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar frá UMF Þorsteini Svörfuði um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti að Rimum 1.2.2025.

Með fundarboði byggðaráðs fylgja jákvæðar umsagnir frá Slökkviliðsstjóra og Skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20.nóvember sl, þar sem óskað erumsagnar vegna umsóknar frá UMF Þorsteini Svörfuði um tækifærisleyfi fyrir þorrablóti að Rimum 1.2.2025.
Með fundarboði byggðaráðs fylgja jákvæðar umsagnir frá Slökkviliðsstjóra og Skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirlitinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt með þeim fyrirvara sem byggðaráð tilgreinir.