Frá Miðstöð slysavarna barna; Styrkbeiðni vegna myndbands, slysavarnir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202501113

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1138. fundur - 30.01.2025

Tekið fyrir erindi frá Miðstöð slysavarna barna, dagsett þann 27. janúar sl., þar sem óskar er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 vegna fjármögnunar á myndbandi um fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs með því markmiði að finna svigrúm innan heimildar í fjárhagsáætlun til að veita umbeðinn styrk.

Félagsmálaráð - 285. fundur - 11.02.2025

Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði, fundi nr 1138 sem vísað var til félagsmálaráðs. Í bókun Byggðaráðs stendur: "Tekið fyrir erindi frá Miðstöð slysavarna barna, dagsett þann 27.janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 vegna fjármögnunar á myndbandi um fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, að vísa ofangreindu erindi til félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs með það að markmiði að finna svigrúm innan heimildar í fjárhagsáætlun til að veita umbeðinn styrk."
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að greiða helming af styrknum á móti fræðslu- og menningarsviði alls 25.000,- krónur tekið af lið 02-80-9145.

Fræðsluráð - 302. fundur - 12.02.2025

Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði, fundi nr 1138 sem vísað var til fræðsluráðs. Í bókun Byggðaráðs stendur: "Tekið fyrir erindi frá Miðstöð slysavarna barna, dagsett þann 27.janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 vegna fjármögnunar á myndbandi um fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, að vísa ofangreindu erindi til félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs með það að markmiði að finna svigrúm innan heimildar í fjárhagsáætlun til að veita umbeðinn styrk."
Fræðslu samþykkir með fjórum atkvæðum að veita styrk að upphæð 25.000 kr. og sviðsstjóra falið að finna fjármagn innan fjárhagsáætlunar málaflokks fyrir fjárhagsárið 2025.