Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði, fundi nr 1138 sem vísað var til félagsmálaráðs. Í bókun Byggðaráðs stendur: "Tekið fyrir erindi frá Miðstöð slysavarna barna, dagsett þann 27.janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 vegna fjármögnunar á myndbandi um fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, að vísa ofangreindu erindi til félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs með það að markmiði að finna svigrúm innan heimildar í fjárhagsáætlun til að veita umbeðinn styrk."