Félagsmálaráð

285. fundur 11. febrúar 2025 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Auður Olga Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202502052Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202502052

Bókað í trúnaðarmálabók

Magni Þór Óskarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl 8:16

2.Forvarnaráætlun skóla

Málsnúmer 202501122Vakta málsnúmer

Magni Þór Óskarsson kom inn á fund að nýju kl 8:23

Lögð er fram til kynningar forvarnaráætlun skóla- og frístundastarfs Dalvíkurbyggðar. Forvarnaráætluni byggir á lögum um grunnskóla og nýrri þingsáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Forvarnaráætlunin byggir einnig á einkunnarorðum skólans sem eru: þekking og færni, virðing og vellíðan. Í hverjum skóla er starfrækt forvarnarteymi sem hefur það hlutverk að tryggja góða forvarnarkennslu í öllum árgöngum skólans sem hæfir aldri og þroska nemenda. Teymið skal sjá um að forvörnum sé sinnt í öllum bekkjum með fræðslu um lýðheilsu, geðheilbrigði, kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, heilbrigðum lífsvenjum, sjálfsstjórn og jákvæðum samskiptum.
Félagsmálaráð finnst framsetning á forvarnaráætluninni vera skýr og vel upp sett. Áhugavert er að sjá hversu mikil fræðsla fer fram í hverjum árgangi fyrir sig.

3.Styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi Norðurlands eystra

Málsnúmer 202501150Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 31.01.2025 frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. En erindi hafði borist til þeirra dags. 22.01.2025 frá Kvennaathvarfinu á Akureyri. Kvennaathvarfið hefur bætt töluvert við þjónustu sína á Akureyri, aðallega með aukinni viðveru ráðgjafa og annarra starfskvenna í athvarfinu sjálfu, sem og viðtalsþjónustu við konur sem dvelja þar ekki. Einnig hafa þær staðið fyrir aukinni fræðslu, stuðnings- og kynningarstarfsemi fyrir starfsfólk í framlínunni. Kvennaathvarfið er komið í nýtt húsnæði og hefur húsaleigan hækkað í kjölfarið. Árlega senda Samtök um kvennaathvarf beiðni um styrk til allra sveitarfélaga á landinu en þau leita sérstaklega til sveitarfélaga á Norðurlandi eystra eftir styrk til að standa undir kostnaði húsnæðis. Alls er óskað eftir styrk frá Dalvíkurbyggð að upphæð 237.500 kr.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Kvennaathvarfið á Akureyri um 237.500,- tekið af lið 02-80-9145.

4.Styrkbeiðni vegna myndbands, slysavarnir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202501113Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði, fundi nr 1138 sem vísað var til félagsmálaráðs. Í bókun Byggðaráðs stendur: "Tekið fyrir erindi frá Miðstöð slysavarna barna, dagsett þann 27.janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 vegna fjármögnunar á myndbandi um fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, að vísa ofangreindu erindi til félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs með það að markmiði að finna svigrúm innan heimildar í fjárhagsáætlun til að veita umbeðinn styrk."
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að greiða helming af styrknum á móti fræðslu- og menningarsviði alls 25.000,- krónur tekið af lið 02-80-9145.

5.Gott að eldast

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir stöðuna á verkefninu Gott að eldast. En í nóvember sl. var undirritaður samningur þess efnis að Dalbær tekur yfir rekstur heimilisþjónustu og heimahjúkrunar undir merkjum þróunarverkefnisins "Gott að eldast". Þróunarverkefni þetta er hluti af aðgerðaráætlun á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis um þjónustu við eldra fólk. Samþætting í félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða í aldraða í heimahúsum er einn liður í aðgerðaráætluninni og voru valin nokkur svæði á landinu til að taka þátt í þróun samþættrar heimaþjónustu. Lykilatriði samþættingarinnar er að reksturinn sé á einni hendi og hér á okkar svæði varð niðurstaðan sú að samið var við Dalbæ um þennan rekstur.
Tilgangur og markmið verkefnisins eru fyrst og fremst að samþætta þá þjónustu og stuðning sem aldraðir eiga kost á í heimahúsum, einfalda boðleiðir, vinna að betri nýtingu mannauðs, endurskoða verkferla og vinnulag, vinna að aukinni nýtingu velferðatækni og ýta undir og styðja sjálfsbjargargetu, virkni og ábyrgð einstaklinganna.
Nýja samþætta heimaþjónustan tók formlega til starfa 1. febrúar undir nafninu heimastuðningur Dalvíkurbyggðar. Stjórnendateymi Heimastuðnings eru: Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur og dfeildarstjóri, Kristín Heiða Halldórsdóttir, iðjuþjálfi og stjórnandi heimaendurhæfingar og Ingunn Magnúsdóttir, tengiráðgjafi. Með þeim starfar svo hópur starfsmanna sem flestir voru starfsmenn félagsþjónustu og sinntu störfum í heimilisþjónustu.
Markmið Heimastuðnings er að stuðla að auknum lífsgæðum eldri borgara Dalvíkurbyggðar, tryggja samfellu í þjónustu og einfaldar boðleiðir. Að geta veitt kvöld- og helgarþjónustu og hafa möguleika á næturþjónustu. Að nýta mannauðinn betur með aukinni teymisvinnu, samvinnu og endurskipulagi á verkferlum. Auka samstarf við dagdvölina á Dalbæ og vinna að því að rjúfa einangrun eldra fólks og viðhalda sjálfstæði þeirra. Að nýta velferðartækni til að auka sjálfstæði og öryggi. Einnig að þróa breyttar áherslur í stuðningsþjónustu, ýta undir virkni og sjálfsbjargargetu með aukinni áherslu á endurhæfingu og eflingu sjálfshjálpar og sjálfstæðis. Og að vinna að forvörnum með fræðslu, ráðgjöf og stuðningi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Auður Olga Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi