Styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi Norðurlands eystra

Málsnúmer 202501150

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 285. fundur - 11.02.2025

Tekið fyrir erindi dags. 31.01.2025 frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. En erindi hafði borist til þeirra dags. 22.01.2025 frá Kvennaathvarfinu á Akureyri. Kvennaathvarfið hefur bætt töluvert við þjónustu sína á Akureyri, aðallega með aukinni viðveru ráðgjafa og annarra starfskvenna í athvarfinu sjálfu, sem og viðtalsþjónustu við konur sem dvelja þar ekki. Einnig hafa þær staðið fyrir aukinni fræðslu, stuðnings- og kynningarstarfsemi fyrir starfsfólk í framlínunni. Kvennaathvarfið er komið í nýtt húsnæði og hefur húsaleigan hækkað í kjölfarið. Árlega senda Samtök um kvennaathvarf beiðni um styrk til allra sveitarfélaga á landinu en þau leita sérstaklega til sveitarfélaga á Norðurlandi eystra eftir styrk til að standa undir kostnaði húsnæðis. Alls er óskað eftir styrk frá Dalvíkurbyggð að upphæð 237.500 kr.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Kvennaathvarfið á Akureyri um 237.500,- tekið af lið 02-80-9145.