Forvarnaráætlun skóla

Málsnúmer 202501122

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 285. fundur - 11.02.2025

Magni Þór Óskarsson kom inn á fund að nýju kl 8:23

Lögð er fram til kynningar forvarnaráætlun skóla- og frístundastarfs Dalvíkurbyggðar. Forvarnaráætluni byggir á lögum um grunnskóla og nýrri þingsáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Forvarnaráætlunin byggir einnig á einkunnarorðum skólans sem eru: þekking og færni, virðing og vellíðan. Í hverjum skóla er starfrækt forvarnarteymi sem hefur það hlutverk að tryggja góða forvarnarkennslu í öllum árgöngum skólans sem hæfir aldri og þroska nemenda. Teymið skal sjá um að forvörnum sé sinnt í öllum bekkjum með fræðslu um lýðheilsu, geðheilbrigði, kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, heilbrigðum lífsvenjum, sjálfsstjórn og jákvæðum samskiptum.
Félagsmálaráð finnst framsetning á forvarnaráætluninni vera skýr og vel upp sett. Áhugavert er að sjá hversu mikil fræðsla fer fram í hverjum árgangi fyrir sig.