Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar úr Öldungaráði; Helga Mattína Björnsdóttir, Valdimar Bragason og Kolbrún Pálsdóttir frá stjórn og Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, Hildigunnur Jóhannesdóttir, fulltrúi HSN í Öldungaráði, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:15.
Með fundarboði byggðaráðs þá fylgdi fundargerð frá síðasta fundi, 6. fundi þann 16. mars 2023.
Til umræðu:
a) Þau atriði sem voru til umræðu á síðasta fundi og staða þeirra.
b) Ný atriði frá Félagi eldri borgara.
Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð um þau atriði sem voru rædd undir þessum lið og sendir á fundarmenn til yfirferðar og staðfestingar.
Í hverju sveitarfélagi skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist Öldungaráð þar sem fjallað er um þjónustu við aldraðra og framkvæmd og þróun öldrunarmála.
Samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 með síðari breytingum þá skal Öldungaráð hafa eftirtalin verkefni á starfssvæði sinu:
1. Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
2. Að gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu.
3. Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
Helga Mattína, Valdimar, Kolbrún og Hildigunnur viku af fundi kl. 14:17.
Lagt fram til kynningar.