Byggðaráð

1120. fundur 12. september 2024 kl. 13:15 - 16:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Öldungaráð; fundir og samskipti 2024

Málsnúmer 202409022Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta þessum lið um eina viku, af óviðráðanlegum orsökum.

2.Framkvæmdir 2024 - staða mála

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15.

Á 1118. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna - og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15. Á 1113. fundi byggðaráðs þann 27. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15. Á 1106. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 13:15. Á 20. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu og farið yfir hugmyndir að auka verkefnum. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að kostnaðarmeta hugmyndir að auka verkefnum og leggja fyrir næsta fund. " Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt, hver er staða mála/verkefna almennt, útboð og verðkannanir. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt og hver staða verkefna er. Halla Dögg og María viku af fundi kl. 14:01.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Höllu Dögg, Maríu og Helgu Írisi yfirferðina. Lagt fram til kynningar." Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu framkvæmda ársins. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar" Helga Íris og María gerðu grein fyrir stöðu mála hvað varðar framkvæmdir ársins og skipulagsmál.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu framkvæmda ársins og fyrirhugaðar framkvæmdir næstu ára.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um stöðu framkvæmda vegna verkefna Eignasjóðs frá Eigna- og framkvæmdadeild sem kynnt var á fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs 6. september sl.

Til umræðu staða framkvæmda í sveitarfélaginu.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:06.

Lagt fram til kynningar.

3.Selárland - uppbyggingarsvæði

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí sl. var til umfjöllunar og afgreiðslu viljayfirlýsing á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. Viljayfirlýsingin var undirrituð 17. maí sl.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundum fulltrúa Dalvíkurbyggðar með forsvarsmönnum Ektabaða frá 12. júní sl. og 2. september sl. en markmið fundanna er að vinna að samningi um verkefnið.

María vék af fundi kl. 14:28.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Skíðafélagi Dalvíkur varðandi svo kallaða Red Bull troðara.

Málsnúmer 202409051Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 14:15.

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 6. september sl., þar sem fram kemur að Skíðafélaginu stendur til boða að kaupa snjótroðara af Artic Trucks af gerðinni PB 600W Polar SCR#12030 sem fluttur var til Akureyrar vegna smiða heimsmets stökkpalls í Hlíðarfjalli á vegum ákveðinna fyrirtækja. Fram kemur að Skíðafélagið hefur bent á þá hættu sem fylgir því að reka svæðið með einum troðara sem er kominn vel til ára sinna, árgerð 2006. Sá snjótroðari sé í mjög góðu standi miðað vð aldur og mun áfram þjóna sínu hlutverki vel, en það fari mun betur á því að hafa hann sem varatæki. Fram kemur að á sama tíma og félagið bendir á þetta þá er ekki verið að óska eftir að snjótroðarinn verði keyptur, heldur er á það bent að þetta geti verið góð fjárfesting til lengri tíma og til að tryggja áframhaldandi góðan rekstur á skíðasvæðinu.

Lilja Guðnadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitartjórn að sveitarfélagið styrki Skíðafélag Dalvíkur um 38 m.kr. vegna kaupa á ofangreindum snjótroðara.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun til að leggja fyrir fund sveitarstjórnar nk. þriðjudag.

5.Frá Pílufélagi Dalvíkur, styrkbeiðni

Málsnúmer 202408084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Pílufélagi Dalvíkur, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk til félagsins að upphæð kr. 1.500.000 þar sem aukning í fjölda iðkenda kallar á framkvæmdir; stærri aðstöðu og meiri búnað. Í erindinu er gerð grein fyrir starfinu og fram kemur að félagið varð nýlega aðildardeild innan UMFS.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september sl., þar sem lagt er til að veittur verði styrkur í verkefnið en óskað verði jafnframt eftir sundurliðun á þeim búnaði sem á að kaupa.

Jón Stefán vék af fundi kl. 14:53.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu og óska eftir nánari upplýsingum frá Pílufélaginu.

6.Frá Tónlistarskólanum á Akureyri; utanbæjarnemendur

Málsnúmer 202409007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 2. september sl., þar sem fram kemur skólanum hefur borist umsókn frá framhaldsskólanemenda sem er með lögheimili í Dalvikurbyggð. Tónlistarskólinn hefur hug á því að taka viðkomandi inn í skólann og leitast eftir því að Dalvíkurbyggð sem lögheimilissveitarfélag greiði kostnaðinn að fullu. Ef sveitarfélagið gengst undir þessa ábyrgð þá mun skólinn samþykka umsóknina fyrir skolaárið 2024-2025. Áætlaður kennslukostnaður fyrir báðar annir er kr. 817.350.

Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum má finna á heimasíðunni;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/reglur-um-tonlistarnam-utan-logheimilissveitarfelags.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari upplýsingum frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir fund sveitartjórnar nk. þriðjudag.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu sveitartjórnar.

7.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um viðauka vegna ræstingar

Málsnúmer 202409037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 5. september 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna ræstinga fyrir eftirfarandi stofnanir skv. samningi við Dagar í kjölfar útboðs 2023:
Leikskólinn Krílakot, kr. 2.888.204.
Námsver Víkurröst, kr. 447.639.
Menningarhúsið Berg og söfn; kr. 1.115.368.
Félagsmiðstöðin Dallas, kr. 372.307.
Alls kr. 4.823.518.

Fram kemur að ekki þarf að óska eftir viðauka vegna Tónlistarskólans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.997.218 vegna október - desember fyrir ofangreindar stofnanir. Viðauki nr. 31 við fjárhagsáætlun 2024.
Leikskólinn Krílakot, kr. 1.484.667. liður 04140-4940.
Námsver, Víkurröst, kr. 134.292, liður 04590-4940.
Menningarhúsið, kr. 210.501, liður 05610-4940.
Félagsmiðstöðin, kr. 167.758, liður 06310-4940.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindum viðauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Frá sviðsstjóra Fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um viðauka vegna Fiskidagsins mikla

Málsnúmer 202409038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 5. september sl. , þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðar sem áætlaður var vegna Fiskidagsins mikla. Óskað er eftir lækkun á lið 05710-9145 um kr. 4.447.920.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 05710-9145 lækki um kr. 4.447.920. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Frá sveitarstjóra; Raforkuvæðing hafnarsvæðis, hönnun á snjalltenglum - HD019 - beiðni um viðauka.

Málsnúmer 202403127Vakta málsnúmer

Frestað.

10.Frá Kleifar fiskeldi ehf; Erindi til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202409021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kleifar fiskeldi ehf., dagsett þann 2. september sl, þar sem fram kemur að efni erindisins snýr að atvinnuuppbygging á Norðurlandi eystra, en félagið er með áform um að byggja upp allt að 20.000 tonna laxeldi þar. Fram kemur að fyrirhuguð uppbygging á laxeldi í Ólafsfirði, Siglufirði, Héðinsfirði og í Eyjafirði var kynnt almenningi, ráðamönnum og fjölmiðlum á fundi í Tjarnarborg 6. september sl.
Það er afstaða forsvarsmanna Kleifa að strax í upphafi fyrirhugaðra áforma félagsins, sé tryggt að sveitarfélögin á svæðinu fái hlutdeild í þeim arði sem skapast og styrki þar með uppbyggingu innviða nærsamfélaganna frá fyrsta degi, með því að styrkja stoðir atvinnulífs sveitarfélaganna og aðstoða við uppbyggingu samfélagsins. Því er lagt til í samþykktum félagsins að sveitarfélögin Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Svalbarðsstrandarhreppur, Hörgársveit, Grýtubakkahreppur, Eyjafjarðarsveit og Akureyrarkaupstaður eiga ávallt rétt á greiðslu sem nemur samtals 10,1% af þeim fjármunum, eignum eða verðmætum sem ráðstafað er til hluthafa við útgreiðslu arðs, í réttu hlutfalli við hlutafjáreign.
Í erindinu eru áformin kynnt, m.a. áframeldi í kvíum í fjörðunum á norðanverðum Tröllaskaga, og hvernig það er sóknartækifæri fyrir landshlutann.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ítreka bókun sveitarstjórnar frá 7. nóvember 2023:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar bendir á að svæðisskipulag Eyjafjarðar er að fara í endurskoðun og telur að sveitarfélögin á svæðinu í samstarfi við Innviðaráðuneytið eigi að marka sér haf-og strandsvæðaáætlun fyrir Eyjafjörð með tilliti til umhverfisverndar, friðunar, veiða, nýtingar og lagareldis. Tekið verði tillit til þess við gerð stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis að vinna hefur ekki hafist og að framtíðartillögur þeirrar vinnu verði til grundavallar umgjörð og uppbyggingu lagareldis í Eyjafirði." Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."

11.Frá SSNE; Ósk um samstarf við RECET

Málsnúmer 202409042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 5. september sl, varðandi ósk um samstarf vegna RECET verkefnisins svokallaða sem Eimur SSNE og Vestfjarðarstofa eru aðilar að.Fram kemur að óskað er eftir formlegu samþykki allra sveitarfélaga innan SSNE til þátttöku í vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum fyrir hvert og eitt sveitarfélag. Vinnustofa um verkefnið er áformuð haustið 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu eftir því sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa tök á.

12.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Endurskoðun á Aðgerðaráætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni

Málsnúmer 201802073Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurskoðun á stefnu og viðbragðsáætlun Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda endurskoðun á stefnu og viðbragaðsáætlun og vísar hanni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202408068Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202409065Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 10. september sl., þar sem fram kemur að stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að halda skuli aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 9. október nk. klukkan 13:00. Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Hilton Nordica. Ef sveitarfélög hafa áhuga á að ganga í Samtök orkusveitarfélaga þarf að senda erindi þess efnis til stjórnar samtakanna þannig að hægt sé að taka erindið fyrir á aðalfundi sbr. samþykktir.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá SSNE; Boð á haustþing SSNE

Málsnúmer 202409034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 4. september sl, þar sem boðað er til haustþings SSNE 4. október nk.
Fram kemur að búið er að senda boðið á þingfulltrúa sveitarfélaga og sveitarstjóra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs