Frá SSNE; Ósk um samstarf við RECET

Málsnúmer 202409042

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1120. fundur - 12.09.2024

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 5. september sl, varðandi ósk um samstarf vegna RECET verkefnisins svokallaða sem Eimur SSNE og Vestfjarðarstofa eru aðilar að.Fram kemur að óskað er eftir formlegu samþykki allra sveitarfélaga innan SSNE til þátttöku í vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum fyrir hvert og eitt sveitarfélag. Vinnustofa um verkefnið er áformuð haustið 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu eftir því sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa tök á.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 5. september sl, varðandi ósk um samstarf vegna RECET verkefnisins svokallaða sem Eimur SSNE og Vestfjarðarstofa eru aðilar að.Fram kemur að óskað er eftir formlegu samþykki allra sveitarfélaga innan SSNE til þátttöku í vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum fyrir hvert og eitt sveitarfélag. Vinnustofa um verkefnið er áformuð haustið 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu eftir því sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa tök á."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu RECET eftir því sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa tök á.