Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarndi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 14:15. Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 6. september sl., þar sem fram kemur að Skíðafélaginu stendur til boða að kaupa snjótroðara af Artic Trucks af gerðinni PB 600W Polar SCR#12030 sem fluttur var til Akureyrar vegna smiða heimsmets stökkpalls í Hlíðarfjalli á vegum ákveðinna fyrirtækja. Fram kemur að Skíðafélagið hefur bent á þá hættu sem fylgir því að reka svæðið með einum troðara sem er kominn vel til ára sinna, árgerð 2006. Sá snjótroðari sé í mjög góðu standi miðað vð aldur og mun áfram þjóna sínu hlutverki vel, en það fari mun betur á því að hafa hann sem varatæki. Fram kemur að á sama tíma og félagið bendir á þetta þá er ekki verið að óska eftir að snjótroðarinn verði keyptur, heldur er á það bent að þetta geti verið góð fjárfesting til lengri tíma og til að tryggja áframhaldandi góðan rekstur á skíðasvæðinu. Lilja Guðnadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.Niðurstaða:Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitartjórn að sveitarfélagið styrki Skíðafélag Dalvíkur um 38 m.kr. vegna kaupa á ofangreindum snjótroðara. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun til að leggja fyrir fund sveitarstjórnar nk. þriðjudag."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreind viðaukabeiðni þar sem m.a. kemur fram að rök byggðaráðs fyrir þessari tillögu, með vísan í erindið frá Skíðafélaginu sem og eldri erindi og áætlanir, er að fyrirsjáanlegt er að í náinni framtíð þurfi að festa kaup á nýjum troðara. Verðmiðinn á nýjum sambærilegum troðara með afhendingu fyrir sunnan kostar 125 m.kr
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitartjórn að sveitarfélagið styrki Skíðafélag Dalvíkur um 38 m.kr. vegna kaupa á ofangreindum snjótroðara.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun til að leggja fyrir fund sveitarstjórnar nk. þriðjudag.