Frá Tónlistarskólanum á Akureyri; utanbæjarnemendur

Málsnúmer 202409007

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1120. fundur - 12.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 2. september sl., þar sem fram kemur skólanum hefur borist umsókn frá framhaldsskólanemenda sem er með lögheimili í Dalvikurbyggð. Tónlistarskólinn hefur hug á því að taka viðkomandi inn í skólann og leitast eftir því að Dalvíkurbyggð sem lögheimilissveitarfélag greiði kostnaðinn að fullu. Ef sveitarfélagið gengst undir þessa ábyrgð þá mun skólinn samþykka umsóknina fyrir skolaárið 2024-2025. Áætlaður kennslukostnaður fyrir báðar annir er kr. 817.350.

Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum má finna á heimasíðunni;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/reglur-um-tonlistarnam-utan-logheimilissveitarfelags.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari upplýsingum frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir fund sveitartjórnar nk. þriðjudag.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu sveitartjórnar.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl.16:35.

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 2. september sl., þar sem fram kemur skólanum hefur borist umsókn frá framhaldsskólanemenda sem er með lögheimili í Dalvikurbyggð. Tónlistarskólinn hefur hug á því að taka viðkomandi inn í skólann og leitast eftir því að Dalvíkurbyggð sem lögheimilissveitarfélag greiði kostnaðinn að fullu. Ef sveitarfélagið gengst undir þessa ábyrgð þá mun skólinn samþykka umsóknina fyrir skolaárið 2024-2025. Áætlaður kennslukostnaður fyrir báðar annir er kr. 817.350. Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum má finna á heimasíðunni; https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/reglur-um-tonlistarnam-utan-logheimilissveitarfelags.pdfNiðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari upplýsingum frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir fund sveitartjórnar nk. þriðjudag. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu umbeðnar upplýsingar frá fræðslu- og menningarsviði/Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gangast undir þá ábyrgð að sveitarfélagið greiði kennslukostnað vegna viðkomandi nemenda að fullu, allt að kr. 817.350 fyrir skólaárið 2024-2025.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að fela fræðslu- og menningarsviði að endurskoða reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
Vísað á lið 04530-4380 í fjárhagsáætlun 2024.