Frá sviðsstjóra Fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um viðauka vegna Fiskidagsins mikla

Málsnúmer 202409038

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1120. fundur - 12.09.2024

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 5. september sl. , þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðar sem áætlaður var vegna Fiskidagsins mikla. Óskað er eftir lækkun á lið 05710-9145 um kr. 4.447.920.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 05710-9145 lækki um kr. 4.447.920. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12.09.2024 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 5. september sl. , þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðar sem áætlaður var vegna Fiskidagsins mikla. Óskað er eftir lækkun á lið 05710-9145 um kr. 4.447.920. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 05710-9145 lækki um kr. 4.447.920. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 4.447.920 til lækkunar á lið 05710-9145 vegna Fiskidagsins mikla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.