Á 343. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1017. fundi byggðaráðs þann 17. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 13. febrúar sl., þar sem óskað er eftir fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í starfshóp vegna vinnu við gerð samgöngustefnu SSNE sem hófst á síðasta ári en það er eitt áhersluverkefna SSNE. Hlutverk fulltrúa sveitarfélaga verður að sitja nokkra fundi með þeim sem halda utan um verkefnið, þar sem áskoranir og tækifæri varðandi innviði verða ræddar, upplýsinga aflað frá fulltrúunum og sjónarmið dregin fram. Óskað er eftir að bæði karl og kona verði tilnefnd að teknu lagaákvæðis 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að tilnefna Jón Inga Sveinsson og Katrínu Sigurjónsdóttur í starfshópinn, en tilnefna þarf bæði karl og konu. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 29. júní sl. þar sem fram kemur að í ljósi kosninga til sveitarstjórnar þá telur SSNE að það þurfi að endurnýja skipun í starfshópinn eða staðfesta fyrri skipun.