Frá Innviðaráðuneytinu; Erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum

Málsnúmer 202206090

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana. Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur með því að færa innlegg inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins https://minarsidur.stjr.is/ eigi síðar en mánudaginn 11. júlí. Óskað er eftir að umfjöllunin sé greinargóð og hnitmiðuð, byggist á tiltækum upplýsingum, reynslu og framtíðarsýn sveitarfélagsins í málaflokkunum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu.

Byggðaráð - 1031. fundur - 06.07.2022

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana. Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur með því að færa innlegg inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins https://minarsidur.stjr.is/ eigi síðar en mánudaginn 11. júlí. Óskað er eftir að umfjöllunin sé greinargóð og hnitmiðuð, byggist á tiltækum upplýsingum, reynslu og framtíðarsýn sveitarfélagsins í málaflokkunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 30. júní 2022, þar sem fram koma athugasemdir við þennan stutta frest sem gefinn er til þess að svara erindinu.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir þær athugasemdir og mótmæli sem hafa komið fram vegna óskar innviðaráðuneytis um að nýkjörnar sveitarstjórnir veiti upplýsingar í grænbækur fyrir stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu ríkisins fyrir 11. júlí nk. Víða hafa ekki verið ráðnir nýir framkvæmdastjórar og eins eru margir nýir fulltrúar í sveitarstjórnum. Það ber ekki vott um góða stjórnsýsluhætti að innviðaráðuneytið setji sveitarstjórnum jafn þröngan tímaramma þegar svo háttar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamiklar og mikilvægar stefnur ríkisins og hér eru undir. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar beinir því til ráðuneytisins að fresturinn verður framlengdur að minnsta kosti til 30. september þannig að tryggt verði að öllum sveitarstjórnum sé gefinn eðlilegur tímafrestur til svara.

Byggðaráð - 1035. fundur - 25.08.2022

Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana. Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur með því að færa innlegg inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins https://minarsidur.stjr.is/ eigi síðar en mánudaginn 11. júlí. Óskað er eftir að umfjöllunin sé greinargóð og hnitmiðuð, byggist á tiltækum upplýsingum, reynslu og framtíðarsýn sveitarfélagsins í málaflokkunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 30. júní 2022, þar sem fram koma athugasemdir við þennan stutta frest sem gefinn er til þess að svara erindinu.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir þær athugasemdir og mótmæli sem hafa komið fram vegna óskar innviðaráðuneytis um að nýkjörnar sveitarstjórnir veiti upplýsingar í grænbækur fyrir stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu ríkisins fyrir 11. júlí nk. Víða hafa ekki verið ráðnir nýir framkvæmdastjórar og eins eru margir nýir fulltrúar í sveitarstjórnum. Það ber ekki vott um góða stjórnsýsluhætti að innviðaráðuneytið setji sveitarstjórnum jafn þröngan tímaramma þegar svo háttar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamiklar og mikilvægar stefnur ríkisins og hér eru undir. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar beinir því til ráðuneytisins að fresturinn verði framlengdur að minnsta kosti til 30. september þannig að tryggt verði að öllum sveitarstjórnum sé gefinn eðlilegur tímafrestur til svara."

Í rafpósti frá ráðuneytinu frá 7. júlí sl. þá var frestur veittur til 15. ágúst sl. í kjölfar fjölda áskorana. Dalvíkurbyggð fékk frest til að skila inn svörum við spurningalistanum, sem fylgir með fundarboði byggðaráðs, eftir fund byggðaráðs í dag.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu framkvæmdastjórnar að svörum við spurningalistanum.