Málsnúmer 202210084Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 23. október 2002, þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í samráði um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum. Frumvarpsdrögin fela í sér breytingar á skipulagslögum sem innleiða svokallað „Carlsberg-ákvæði“ inn í íslenskan rétt að danskri fyrirmynd. Ákvæðið, verði það að lögum, tryggir sveitarfélögum heimildir til að gera kröfu um allt að 25% af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir hagkvæmar íbúðir, leiguíbúðir eða aðrar íbúðir sem njóta stuðnings ríkis og/eða sveitarfélaga, hvort sem eigandi lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili.