Á 1. fundi skipulagsráðs þann 14. september 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög Teiknistofu Arkitekta að vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna lagningar á Dalvíkurlínu 2. Kynningu skipulagslýsingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk þann 19. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Rarik, Tengi hf, Minjastofnun Íslands og Skipulagsstofnun. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að vinnslutillögu, og að tillagan verði verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur samþykki Akureyrarbæjar og Hörgársveitar á sambærilegum tillögum að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélaganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.