Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Skv. ákvörðun Umhverfisráðs 2022 á fundi nr. 375, fól það starfsfólki framkvæmdasviðs útgáfu framkvæmdaleyfis með skilmálum. Á 1. fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs var erindinu vísað til skipulagsráðs.Skipulagsráð telur að ekki sé um umtalsverða breytingu á aðalskipulagi og því ekki þörf á breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Skipulagsráð leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að hér sé um víkjandi framkvæmd að ræða þar sem reiðvegurinn liggur um svæði sem tillaga er um að verði framtíðar íbúðarbyggð við gerð næsta aðalskipulags. Hestamannafélaginu skal tilkynnt með ársfyrirvara um breytta landnotkun. Fyrirhugað framkvæmdaleyfi skal grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Böggvisstaða, Árgerðis og Ásgarðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.