Málsnúmer 202206130Vakta málsnúmer
Í bréfi, dagsettu 24. júní 2022, óskar Hulda Soffía Jónasdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um það hvort að sveitafélagið telji að áætluð starfsemi Laxóss ehf. við Öldugötu 31 Árskógssandi samræmist gildandi aðalskipulag sveitafélagsins hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og/eða hvort setja þurfi sér ákvæði í aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar starfsemi og tengdra framkvæmda.
Einnig óskar stofnunin eftir upplýsingum um hvort sveitafélagið telji að áformaðar breytingar á deiliskipulagi vegna starfseminnar geti fallið undir óverulegar breytingar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða hvort hún falli undir 1. mgr. 43. gr.