Veitu- og hafnaráð

104. fundur 14. maí 2021 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Rúnar Þór Ingvarsson vék af fundi kl. 9:35.

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202102001Vakta málsnúmer

Fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Föstudaginn 30. apríl 2021, kl. 10:30, kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar og fór hann fram í gegnum fjarfundarbúnað.

Vakin er athygli á 2. dagskrárlið, sem var um fyrirhugaðan hafnafund sem er á dagskrá 20. maí 2021. Stjórnin samþykkti að fresta honum til 3. september svo að hægt yrði að halda staðfund.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202105068Vakta málsnúmer

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga sendu, með rafbréfi 6. maí 2021, öllum aðildarsveitarfélögum, ársreikning og fundargerðir nr. 63 og 64. til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Hafnarreglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201902137Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hefur staðfest Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og var hún birt með auglýsingu í stjórnartíðindum þann 5. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

4.Viðbragðsáætlanir Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2020

Málsnúmer 202011068Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt viðbragðsáætlun Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og með bréfi Umhverfisstofnun, sem dagsett er 16. apríl 2021, er hún samþykkt af stofnuninni.
Lagt fram til kynningar.

5.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Þann 19. apríl var haldinn opinn fundur með notendum Árskógssandshafnar þar sem kynnt voru áform um landfyllingu og lagfæringu á innsiglingunni að höfninni. Umræður voru málefnalegar og fjölluðu töluvert um ókyrrð í höfninni og þörf fyrir fleiri bílastæði vegna farþega sem nýta sér ferjusiglingar til Hríseyjar.

Fyrir fundinum er einnig bréf, frá 5. maí sl. frá Andey ehf., en það fyrirtæki er rekstraraðili ferjunnar til Hríseyjar. Í því eru reifaðar ýmsar hugmyndir sem snúa að aðstöðu innan hafnar og ytri mannvirkjum hafnarinnar og einnig fyrirhuguðum landfyllingaráformum.
Með vísan til bókunar 3. tl. á 103. fundi ráðsins frá 9. apríl sl. samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með fimm atkvæðum að vísa athugasemdum Andeyjar ehf, sem fram koma í rafbréfi frá 5. maí 2021, til umhverfisráðs og siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.
Í framhaldi af umræðum á fundinum og ábendingum í bréfi Andeyjar ehf. mælist veitu- og hafnaráð til þess að efnt verði til samráðs við Vegagerð ríkisins og umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar um skipulag bílastæða við Árskógssandshöfn og umferðaleiðir að ferjubryggunni.

6.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 2. mars 2021 vilja Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga vekja athygli sveitarfélaga á þeim breytingum sem tóku gildi með tvennum nýjum lögum á sviði jafnréttismála sem tóku gildi í desember 2020, en þar er aukin krafa gerð til jafnréttisáætlana sveitarfélaga og að stefnt skuli að því að sveitarfélög verði samfélög án aðgreiningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Rotþrær í Dalvíkurbyggð og losun þeirra.

Málsnúmer 202101147Vakta málsnúmer

Á fundinum kynnti sviðsstjóri grófa samantekt á fjölda þeirra íbúðar- og sumarhúsa sem ekki hafa rotþrær í Dalvíkurbyggð. Einnig kom fram í máli hans að núna getur hver sem er séð á heimasíðu Dalvíkurbyggðar staðsetningu lagna veitna Dalvíkurbyggðar og þar með rotþróa.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að hvetja þá eigendur húsa með heilsársbúsetu til að koma sér upp rotþró við hús sín. Jafnframt verði Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra upplýst um stöðu þessara mála í Dalvíkurbyggð.

8.Hreinsun holræsa og tæming rotþróa, verðkönnun 2021

Málsnúmer 202104111Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði verðkönnun vegna hreinsunar holræsa og tæmingu rotþróa í Dalvíkurbyggð. Tveimur verktökum var gefinn kostur á að bjóða í verkefnið en þeir voru Hreinsitækni hf. og Verkval hf. Upplýsingar um niðurstöðu verðkönnunarinnar er undir málinu og þar kemur fram að hagkvæmara sé að gera samning við Hreinsitækni um verkefnið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs