Málsnúmer 202009053Vakta málsnúmer
Erindi frá 954. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar, þar sem eftirfarandi var fært til bókar: "Tekið fyrir erindi frá íbúum á Hauganesi dagsett 6. september 2021, þar sem lagðar eru fram níu tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2021. Efst á blaði eru lagfæring Aðalgötu, gangstéttar og fjölgun bílastæða. Einnig göngu- og hjólastígur meðfram Hauganesvegi.
Einnig eru fyrirspurnir til sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag fyrir Hauganes, mokstursmál fyrir veturinn, hreinsistöðina, grjótnámuna, leikvöllinn, dýrahald, slátt og almenna hirðu á Hauganesi.
Þá þakka íbúarnir fyrir allt það sem gert var í sumar og eru sammála um að alltaf er hægt að gera gott betra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, veitu- og hafnaráðs, Eignasjóðs og íþrótta- og æskulýðsráðs, eftir því sem við á, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.“
Erindi frá íbúum á Hauganesi, fundargerð frá íbúafundi 6. september 2020.
Í einum lið er fjallað um eins og segir í fundargerðinni: "Rörið frá hreinsistöðinni, hvenær verður það sett út í sjó."
Samkvæmt þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir að ganga frá útræsum frá hreinsistöðvum á Hauganesi og Árskógssandi á árinu 2021.
Rúnar Þór Ingvarsson vék af fundi kl. 9:00.
Á fjarfund mætti, undir 6. dagskrárlið, Sverrir Óskar Elefsen, efnatæknifræðingur frá Mannvit kl.9:10 og lauk fundi með honum kl. 9:30.