Við gerð fjárhagsáætlana hvert ár er tekin umræða um nauðsyn þess að breyta gjaldskrám á veitu- og hafnasviði.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og Hitaveitu Dalvíkur hafa ekki breyst síðan 2018 en Hafnasjóðs og Fráveitu Dalvíkurbyggðar tóku breytingum um síðustu áramót.
Farið hefur verið í ýmsar kostnaðarsamar framkvæmdir á síðustu árum, þar má nefna: Austurgarður hjá Hafnasjóð, hreinsistöðvar hjá Fráveitu, geymsluskáli og undirbúningur Brimnesvirkjunar hjá Hitaveitu og viðhald á brunndælum og skoðun á nýjum brunnsvæðum hjá Vatnsveitu.
Rétt er einnig að geta þess að samningsbundnar launahækkanir hafa átt sér stað.
Að framansögðu leggur sviðsstjóri til að allar gjaldskrá á veitu- og hafnasviði hækki um 2,4%, sem er verðbólguspá fyrir 2021.