Veitu- og hafnaráð

116. fundur 26. ágúst 2022 kl. 08:15 - 11:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Bragason varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
Monika Margrét Stefánsdóttir, aðalmaður, boðaði forföll og Valdimar Bragason, varamaður, sat fundinn í hennar stað.
Gunnlaugur Svansson, aðalmaður, boðaði forföll og Friðjón Árni Sigurvinsson varamaður hans boðaði einnig forföll.
Ari Trausti Ámundason starfsmaður veitna sat fundinn undir liðum 1. til og með 6.

1.Endurnýjun á köldu vatni

Málsnúmer 202201116Vakta málsnúmer

Endurnýjun á kaldavatnsinntaki Goðabraut 10
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða umsókn.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Ósk um niðurfellingu tengigjalda fráveitu

Málsnúmer 202202116Vakta málsnúmer

Fráveitan var tengd rotþró sem fyrir var og telur Árni sig þar af leiðandi ekki þurfa að borga þessi tengigjöld.
Veitu- og hafnaráð frestar erindinu til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Umsókn um heimlögn, kaldavatn

Málsnúmer 202208113Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða umsókn.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Umsókn um heimlögn, rotþró

Málsnúmer 202208073Vakta málsnúmer

Golfklúbburinn sækir um rotþró til að tengja við áhaldahús sem er í smíðum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða umsókn.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Silja Pálsdóttir vék af fundi kl 09:15 undir þessum lið vegna vanhæfis.

5.Vatnsbrunnur við smábátahöfnina.

Málsnúmer 202208106Vakta málsnúmer

Erindi um að færa vatnsbrunn nær smábátahöfninni.
Veitu- og hafnaráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að fela sviðsstjóra að framkvæma færslu á vatnsbrunni.
Silja Pálsdóttir kemur aftur inn á fund Kl. 09:20

6.Fjárhagsáætlun 2023; ýmislegt frá íbúaráði og íbúum á Árskógssandi

Málsnúmer 202206084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem komið er á framfæri
óskum um ýmis mál í 22 liðum. Um er að ræða m.a. ljósastaura, göngustíga, hreinsistöð, bakkinn við Ægisgötu,
leikvöll, lýsingu, stiga við Hríseyjarbryggju, krana og dekk á bryggjunni, lausagöngu dýra, malbikun, þjóðveginn,
öryggismál, lýsingu og hreyfingu í höfninni, flotbryggju, hraðahrindanir, vegstubbinn frá Sjávargötu, bætt ásýnd
fjörunnar, göngusvæði, torg og matjurtagarða. Ekki er um tæmandi lista að ræða.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu áfram sem hér segir;

Veitu- og hafnaráð; liður 3, 8,9,10, 14,15 og 16.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að vísa liðum 3, 8,9,10, 14,15 og 16 úr framkomnu erindi frá íbúaráði Árskógssands til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs. Sviðsstjóra er falið að hanna og fá tilboð í nýjan stiga sbr. lið 8.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Ari Ámundason, starfmaður veitna vék af fundi kl: 09:45.

7.Viðbragðsáætlun bráðamengunar fyrir hafnir Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202101119Vakta málsnúmer

Til kynningar:
Uppfærð viðbraðgsáætlun bráðamengunar fyrir hafnir Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

8.Löggildin voga hafnarinnar

Málsnúmer 202208070Vakta málsnúmer

Undanfarin ár hefur Frumherji séð um löggildingu hafnavoga Dalvíkurbyggðar en nú hefur Löggilding ehf. óskað eftir því að gera tilboð í verkið.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að leita tilboða í löggildingu hafnavoga næst þegar löggilding fer fram.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

9.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

10.Stórþarasláttur og vinnsla

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Bragason varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs