Málsnúmer 202206084Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem komið er á framfæri
óskum um ýmis mál í 22 liðum. Um er að ræða m.a. ljósastaura, göngustíga, hreinsistöð, bakkinn við Ægisgötu,
leikvöll, lýsingu, stiga við Hríseyjarbryggju, krana og dekk á bryggjunni, lausagöngu dýra, malbikun, þjóðveginn,
öryggismál, lýsingu og hreyfingu í höfninni, flotbryggju, hraðahrindanir, vegstubbinn frá Sjávargötu, bætt ásýnd
fjörunnar, göngusvæði, torg og matjurtagarða. Ekki er um tæmandi lista að ræða.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu áfram sem hér segir;
Veitu- og hafnaráð; liður 3, 8,9,10, 14,15 og 16.
Gunnlaugur Svansson, aðalmaður, boðaði forföll og Friðjón Árni Sigurvinsson varamaður hans boðaði einnig forföll.
Ari Trausti Ámundason starfsmaður veitna sat fundinn undir liðum 1. til og með 6.