Vatnsbrunnur við smábátahöfnina.

Málsnúmer 202208106

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 116. fundur - 26.08.2022

Silja Pálsdóttir vék af fundi kl 09:15 undir þessum lið vegna vanhæfis.
Erindi um að færa vatnsbrunn nær smábátahöfninni.
Veitu- og hafnaráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að fela sviðsstjóra að framkvæma færslu á vatnsbrunni.
Silja Pálsdóttir kemur aftur inn á fund Kl. 09:20

Sveitarstjórn - 349. fundur - 20.09.2022


Á 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi um að færa vatnsbrunn nær smábátahöfninni. Veitu- og hafnaráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að fela sviðsstjóra að framkvæma færslu á vatnsbrunni."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllunar og afgreiðslu kl. 17:05.
1. varaforseti tók við fundarstjórn.

Felix Rafn Felixson.
Helgi Einarsson sem leggur til að liðurinn verði staðfestur með þeim fyrirvara að verkefnið rúmist innan fjárheimilda.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs með þeim fyrirvara að framkvæmdin rúmist innan fjárheimilda veitu- og hafnaráðs , Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.