Veitu- og hafnaráð

103. fundur 09. apríl 2021 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Ásdís Jónasdóttir boðaði forföll og sat Júlíus Magnússon fundinn í hennar stað.
Gunnþór Sveinbjörnsson boðaði forföll og sat Hólmfríður Guðrún Skúladóttir fundinn í hans stað.

1.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202102001Vakta málsnúmer

Fundargerð 433. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Föstudaginn 19. mars 2021, kl. 11:30, kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar.

2.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2020

Málsnúmer 202103151Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 23. mars 2021 barst eftirfarandi:

"Meðfylgjandi er ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2020. Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. laga Hafnasambands Íslands skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

Athugasemdir, ef einhverjar eru, sendist vinsamlega til undirritaðs fyrir 12. apríl nk."
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning.

3.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 347. fundi umhverfisráðs, þann 8. janúar, var erindi frá Laxós ehf. vísað til skoðunar veitu- og hafnaráðs og siglingarsviðs Vegagerðarinnar.
Niðurstöður þeirrar athugunar var að fyrirhuguð landfylling þrengdi að innsiglingu að höfninni og því nauðsyn á að aðlaga hana að ábendingum frá hafnadeild Vegagerðarinnar.
Þær tillögur sem unnar hafa verið og eru kynntar hér gera það að mati ráðsins.
Miðað við fyrirliggjandi tillögur samþykkir veitu- og hafnaráð með fjórum samhljóða atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs og felur sviðsstjóra að kynna tillöguna fyrir notendum hafnarinnar og óska eftir að frá þeim komi umsagnir sem kynntar verði á næsta fundi ráðsins.

4.Dalvíkurhöfn verði tollhöfn

Málsnúmer 202104001Vakta málsnúmer

Kristján Hjartarson, aðalmaður, kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:00.

Til þess að útvíkka þjónustuhlutverk Dalvíkurhafnar er nauðsyn á að hún verði skilgreind sem tollhöfn. Til að svo megi verða þarf að senda inn umsókn um erindið til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Slík leyfisveiting kallar á að ráðuneytið framkvæmi reglugerðarbreytingu. Að mati veitu- og hafnaráðs eykur slík leyfisveiting möguleika á frekari umsvifum Dalvíkurhafnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela hafnastjóra að senda umsókn um að Dalvíkurhöfn verði skilgreind sem tollhöfn.

5.Umsókn um styrk til fráveituframkvæmda.

Málsnúmer 202102004Vakta málsnúmer

Á 101. fundi ráðsins var sviðsstjóra falið að senda inn umsókn um styrk vegna heildarlausna í fráveitumálum í Dalvíkurbyggð. Til upplýsinga, þá voru sendar inn þrjár umsóknir vegna framkvæmda ársins 2020 og 2021.
Til kynningar.

6.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Mánaðarlegar skýrslur úr bókhaldi 2021.
Lagt fram til kynningar.
Í fundarlok var farið í skoðunarferð og geymsluskáli Hitaveitu skoðaður.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs