Málsnúmer 202007056Vakta málsnúmer
Með bréfi, sem dagsett er 17. júlí 2020, var óskað eftir því að Vegagerð ríkisins legði þjóðveg að Dalvíkurhöfn. Núverandi þjóðvegur liggur að ferjubryggunni í Dalvíkurhöfn og þjónar eingöngu ferjusamgöngum til Grímseyjar og Hríseyjar. Þessi ósk um þjóðveg að þeim hluta Dalvíkurhafnar sem þjónar fiskveiðum og vinnslu fisks hófst þegar framkvæmdir við Austurgarð voru á hönnunarstigi.
Með bréfi sem dagsett er 21. september 2020 er tillaga frá Vegagerðinni um að þjóðvegurinn að hafnarsvæði nái um 50m frá þjóðvegi 82 eftir Sjávarbraut.