Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 - neyðarástand í sveitarfélagi. Tekin fyrir lög sem voru samþykkt á Alþingi gær, 18. mars. Þau eru sett til að rýmka heimildir sveitarstjórna og tryggja að hægt sé að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þegar neyðarástand ríkir. Þarna eru m.a. veittar heimildir til fjarfunda sveitarstjórna og fastanefnda.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að sveitarstjórn og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni nýta fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess."
Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir