Sveitarstjórn

323. fundur 31. mars 2020 kl. 16:25 - 17:12 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 938

Málsnúmer 2003010FVakta málsnúmer

Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 939

Málsnúmer 2003011FVakta málsnúmer

Liðir 1,2,3,4,5 og 6 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir fundargerðarinnar þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Lög um neyðarástand í sveitarfélagi

Málsnúmer 202003095Vakta málsnúmer

Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 - neyðarástand í sveitarfélagi. Tekin fyrir lög sem voru samþykkt á Alþingi gær, 18. mars. Þau eru sett til að rýmka heimildir sveitarstjórna og tryggja að hægt sé að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þegar neyðarástand ríkir. Þarna eru m.a. veittar heimildir til fjarfunda sveitarstjórna og fastanefnda.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að sveitarstjórn og fastanefndir Dalvíkurbyggðar muni nýta fjarfundi til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess."

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að fundargerðir skuli að loknum fjarfundum vera staðfestar í tölvupósti og svo undirritaðar formlega við næsta tækifæri sem gefst.

4.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26.mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, samantekt á kostnaði við endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar. Með fundarboði fylgdi einnig verksamningur um gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar við Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. Stefnt er að verklokum í árslok 2021 og staðfestingu í ársbyrjun 2022.

Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi verksamning. Jón Ingi Sveinsson situr hjá."
Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

5.Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26.03.2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi samningur Dalvíkurbyggðar við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir. Samningurinn er til þriggja ára, til 31.12.2022.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning."

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

6.Kirkjuvegur 12; sala á eigninni

Málsnúmer 202003053Vakta málsnúmer

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir kauptilboð í Kirkjuveg 12, Dalvík dagsett 23. mars 2020, frá Ragnheiði Sigvaldadóttur að upphæð kr. 23.700.000. Kauptilboðið var samþykkt 24. mars 2020 með fyrirvara um samþykki byggðaráðs og sveitarstjórnar.

Jafnframt lagður fram til samþykktar viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020. Fasteignir deild 58200, lækkun um kr 5.223.420. Hækkun söluhagnaðar deild 57880 um kr 18.035.760. Hækkun á handbæru fé kr 23.259.180.

Byggðaráð samþykkir kauptilboðið samhljóða með 3 atkvæðum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020."

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á kauptilboði í Kirkjuveg 12.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020.

7.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var gerð eftirfarandi samþykkt vegna skerðinga á vistun barna í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar vegna kórónuveirunnar:

"Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi afslætti af gjöldum, tímabundið vegna skertrar þjónustu af völdum kórónu veirunnar:

Leikskólar:
Ekkert gjald fyrir barn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu.
Ekkert gjald þann tíma sem/ef leikskóli lokar alfarið á tímabilinu.
50% gjald fyrir barn sem er skráð annan hvern dag í leikskóla á tímabilinu.
100% gjald fyrir barn sem er skráð alla daga í leikskóla vegna forgangs.

Sé um að ræða fleiri útfærslur á vistunartíma gildir að greitt er fyrir þá þjónustu sem veitt er. Vistunartími þarf að vera skilgreindur í samráði við leikskólastjóra.

Grunnskólar:
Frístund, vegna skertrar þjónustu verður innheimt eftir þeim tímafjölda sem nýttur er hjá hverju barni á tímabilinu.
Skólamáltíðir, ekki er greitt fyrir skólamat á meðan nemendur eru heima að tilstuðlan skólastjórnenda eða heilbrigðisyfirvalda.

Innheimta:
Innheimtu, vegna leikskólagjalda, frístundar og skólamáltíða seinkar um einn mánuð. Þannig verða ekki sendir reikningar um mánaðarmót mars/apríl og gjöldin því tímabundið eftir á greidd. Í lok apríl verða sendir út reikningar fyrir apríl með leiðréttingu fyrir mars.

Ofangreindur afsláttur frá venjulegri gjaldtöku er tímabundinn og gildir aðeins á meðan þjónusta er skert vegna kórónuveiru faraldursins. Þegar auglýst verður að þjónustan falli aftur í eðlilegt horf fellur afslátturinn niður."

Með fundarboði fylgdi einnig tillaga um tímabundnar aðgerðir fyrir fyrirtæki í Dalvíkurbyggð sem og tillögur að viðspyrnuaðgerðum á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Dalvíkurbyggðar 2020. Þá hefur byggðaráð til skoðunar frekari tillögur að viðspyrnuaðgerðum sem verða til umræðu á komandi vikum.

Undir þessum lið tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Guðmundur St. Jónsson
Gunnþór E. Gunnþórsson
Jón Ingi Sveinsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um afslætti af gjöldum, tímabundið vegna skertrar þjónustu af völdum kórónu veirunnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi tímabundnar aðgerðir fyrir fyrirtæki og atvinnulíf:

Fyrirtæki í skilum, sem hafa orðið/verða fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna COVID-19, geti sótt um gjaldfrest fasteignagjalda og hitaveitugjalda út júní 2020. Fyrirkomulag greiðslu frestaðra gjalda sé unnið í samvinnu sviðsstjóra og innheimtufulltrúa við hvert og eitt fyrirtæki. Yfirlit um allar aðgerðir verði til kynningar og umsagnar í byggðaráði. Lögð er áhersla á Samband íslenskra sveitarfélaga og ríki komi upp þjónustugátt til að fyrirtæki geti sótt um frestun gjalda sinna á einum stað.

Starf þjónustu- og upplýsingafulltrúa verði tímabundið skilgreint með aukna áherslu á stuðning við atvinnulíf sem og markaðssetningu á sveitarfélaginu upp úr öldudalnum.

Á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2020 eru alls rúmlega 350 miljónir króna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2020:

Fjárfesting í nýjum slökkvibíl sem átti að kaupa árin 2020 og 2021 verði frestað og verði einungis á árinu 2021. Þetta er gert vegna óhagstæðs gengis og vegna þess að þetta fjármagn fer beint út úr byggðarlaginu. Með þessari aðgerð verður hægt að nýta þær 27 miljónir sem ætlaðar voru til kaupa slökkvibíls árið 2020 til atvinnuskapandi verkefna á árinu 2020. Sveitarstjórn telur öryggi brunavarna sveitarfélagsins ekki ógnað þó þessi fjárfesting frestist enda með öflugan búnað og slökkvilið til að mæta verkefnum nú sem fyrr.

Af þessum 27 miljónum verði 15 miljónir nýttar til að flýta framkvæmdum við lóð Dalvíkurskóla og ljúka þeim á árinu 2020.

Eftirstöðvarnar, alls 12 miljónir, fari í atvinnuskapandi verkefni og átaksverkefni svo sem:
átak/hreinsun/grisjun í skógreitum og tiltekt eftir óveðrið í desember
viðgerð á girðingum eftir óveðrið í desember
fegrun opinna svæða í öllum þéttbýliskjörnum (t.d. þvottaplön o.fl.)
göngustíga og aðgengi að útivistarsvæðum
viðhaldsverkefni eignasjóðs
markaðssetningu á sveitarfélaginu upp úr öldudalnum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi tvær bókanir:

Sveitarstjórn felur byggðaráði að vinna áfram úr frekari hugmyndum, sem lagðar voru fram á fundinum, að viðspyrnuaðgerðum í Dalvíkurbyggð vegna COVID-19.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar biðlar til Ríkisstjórnarinnar að huga að fyrirtækjum sem hafa alla sína tekjuöflun og innkomu á tímabilinu janúar til júní ár hvert, og bjóða þeim lengri greiðslufresti á gjöldum. Þetta á t.d. við um fyrirtæki sem byggja alla sína afkomu á skíðavertíðinni, s.s. rekstraraðila skíðasvæða og fjallaskíðafyrirtæki.

8.Til eigenda Gásakaupstaðar ses, erindi frá stjórn.

Málsnúmer 202003140Vakta málsnúmer

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Gásakaupstaðar ses, dagsettur 24. mars 2020, erindi til eigenda Gásakaupstaðar ses um framtíð stofnunarinnar og Miðaldadaga á Gásum. Stjórnin leggur til að sjálfseignastofnuninni verði slitið og að gerður verði samstarfssamningur um fjármögnun og framkvæmd Miðaldadaga á Gásum. Stjórnin óskar eftir afstöðu eigenda sem allra fyrst þannig að í kjölfarið verði hægt að boða til auka aðalfundar Gásakaupstaðar ses og ljúka málinu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Gásakaupstað ses verði slitið.

Byggðaráð vísar umræðu um Miðaldadaga að Gásum til menningarráðs."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

9.Innviðir 2020. Skýrsla átakshóps sex ráðuneyta í samráðsgátt.

Málsnúmer 202003108Vakta málsnúmer

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir skýrsla átakshóps sex ráðuneyta um úrbætur í innviðum sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 31. mars n.k. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri fór yfir helstu atriði skýrslunnar sem snúa að Dalvíkurbyggð. Þá fór sveitarstjóri yfir drög að umsögn um skýrsluna frá sveitarfélaginu. Málin rædd.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða umsögn frá Dalvíkurbyggð og felur sveitarstjóra að senda hana í samráðsgátt."

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Fundi slitið - kl. 17:12.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi