Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer
Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var gerð eftirfarandi samþykkt vegna skerðinga á vistun barna í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar vegna kórónuveirunnar:
"Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi afslætti af gjöldum, tímabundið vegna skertrar þjónustu af völdum kórónu veirunnar:
Leikskólar:
Ekkert gjald fyrir barn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu.
Ekkert gjald þann tíma sem/ef leikskóli lokar alfarið á tímabilinu.
50% gjald fyrir barn sem er skráð annan hvern dag í leikskóla á tímabilinu.
100% gjald fyrir barn sem er skráð alla daga í leikskóla vegna forgangs.
Sé um að ræða fleiri útfærslur á vistunartíma gildir að greitt er fyrir þá þjónustu sem veitt er. Vistunartími þarf að vera skilgreindur í samráði við leikskólastjóra.
Grunnskólar:
Frístund, vegna skertrar þjónustu verður innheimt eftir þeim tímafjölda sem nýttur er hjá hverju barni á tímabilinu.
Skólamáltíðir, ekki er greitt fyrir skólamat á meðan nemendur eru heima að tilstuðlan skólastjórnenda eða heilbrigðisyfirvalda.
Innheimta:
Innheimtu, vegna leikskólagjalda, frístundar og skólamáltíða seinkar um einn mánuð. Þannig verða ekki sendir reikningar um mánaðarmót mars/apríl og gjöldin því tímabundið eftir á greidd. Í lok apríl verða sendir út reikningar fyrir apríl með leiðréttingu fyrir mars.
Ofangreindur afsláttur frá venjulegri gjaldtöku er tímabundinn og gildir aðeins á meðan þjónusta er skert vegna kórónuveiru faraldursins. Þegar auglýst verður að þjónustan falli aftur í eðlilegt horf fellur afslátturinn niður."
Með fundarboði fylgdi einnig tillaga um tímabundnar aðgerðir fyrir fyrirtæki í Dalvíkurbyggð sem og tillögur að viðspyrnuaðgerðum á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Dalvíkurbyggðar 2020. Þá hefur byggðaráð til skoðunar frekari tillögur að viðspyrnuaðgerðum sem verða til umræðu á komandi vikum.
Undir þessum lið tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Guðmundur St. Jónsson
Gunnþór E. Gunnþórsson
Jón Ingi Sveinsson