Fundargerðin er í 13 liðum.
3. liður þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
-
Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 99
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun: Þessi tillaga, sem fram kemur í áðurnefndu bréfi frá Vegagerð ríksins, er óásættanleg og þjónar á engan hátt þeirri auknu starfssemi sem er fyrirséð að muni verða á athafnasvæði Dalvíkurhafnar, með tilkomu bæði hins nýja frystihúss, fjölgun fiskiskipa sem koma til löndunar og einnig þeirrar miklu umferðar flutningabíla sem starfssemin kallar á. Ráðið felur einnig starfsmönnum að fylgja málinu eftir við Vegagerðina.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun veitu- og hafnaráðs.