Ungmennaráð - 29, frá 15.10.2020

Málsnúmer 2010013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður þarfnast afgreiðslu.
2. liður þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar
  • Tekið fyrir bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 26. ágúst 2020, þar sem því er beint til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau. Fram kemur að samkvæmt nýlegri rannsókn eru 44 af 51 ungmennaráðum í sveitarfélögum landsins skipuð að hluta til eða jafnvel að öllu leyti, ungu fólki sem er orðið 18 ára. Ungmennaráð - 29 Ungmennaráð telur mikilvægt að ungmenni eldri en 18 ára fái áfram rödd í ungmennaráði. Ráðið leggur til að drög að erindisbréfi sem ungmennaráð samþykkti á fundi 25. apríl 2018 verði samþykkt. þar er aldursviðmið ungmennaráðs Dalvikurbyggðar miðað við 14-22 ára. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til eftirfarandi:

    Sveitarstjórn bendir á að í erindisbréfi ungmennaráðs samþykktu í sveitarstjórn þann 16. júní 2020 er kveðið á um aldursviðmið í ungmennaráð 14-20 ára.
    Sveitarstjórn samþykkir að erindisbréfið standi en felur jafnframt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fylgjast með málinu hjá öðrum sveitarfélögum.

    Einnig tóku til máls:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Jón Ingi Sveinsson.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Sveitarstjón samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.
  • .2 201911042 Kirkjubrekkan
    Ungmennaráð - 29 Ungmennaráð telur að það þurfi að huga betur að eldri krökkum sem vilja renna í kirkjubrekkunni. Ráðið leggur til að samhliða vinnu við heildarsýn leiksvæða Dalvíkurbyggðar verði þetta svæði skoðað sérstaklega. Einnig leggur ráðið til að fundinn verður staður til að koma upp frisbígolfvelli í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Jón Ingi Sveinsson.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til skoðunar í tengslum vegna vinnu gerð starfs- og fjárhagsáætlana 2021-2024.