Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður þarfnast afgreiðslu.
2. liður þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
-
Ungmennaráð - 29
Ungmennaráð telur mikilvægt að ungmenni eldri en 18 ára fái áfram rödd í ungmennaráði. Ráðið leggur til að drög að erindisbréfi sem ungmennaráð samþykkti á fundi 25. apríl 2018 verði samþykkt. þar er aldursviðmið ungmennaráðs Dalvikurbyggðar miðað við 14-22 ára.
Niðurstaða þessa fundar
Vísað áfram
Bókun fundar
Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til eftirfarandi:
Sveitarstjórn bendir á að í erindisbréfi ungmennaráðs samþykktu í sveitarstjórn þann 16. júní 2020 er kveðið á um aldursviðmið í ungmennaráð 14-20 ára.
Sveitarstjórn samþykkir að erindisbréfið standi en felur jafnframt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fylgjast með málinu hjá öðrum sveitarfélögum.
Einnig tóku til máls:
Guðmundur St. Jónsson.
Jón Ingi Sveinsson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Sveitarstjón samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.
.2
201911042
Kirkjubrekkan
Ungmennaráð - 29
Ungmennaráð telur að það þurfi að huga betur að eldri krökkum sem vilja renna í kirkjubrekkunni. Ráðið leggur til að samhliða vinnu við heildarsýn leiksvæða Dalvíkurbyggðar verði þetta svæði skoðað sérstaklega. Einnig leggur ráðið til að fundinn verður staður til að koma upp frisbígolfvelli í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða þessa fundar
Vísað áfram
Bókun fundar
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.
Jón Ingi Sveinsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til skoðunar í tengslum vegna vinnu gerð starfs- og fjárhagsáætlana 2021-2024.