Málsnúmer 201909083Vakta málsnúmer
Undir þessum lið mættu á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 11:45.
Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 13. september 2019, beiðni um viðauka fyrir Dalvíkurskóla vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði kr. 1.250.000. Beiðninni fylgdi rökstuðningur ásamt ósk um að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Eftirfarandi var bókað:
"Byggðaráð frestar viðaukabeiðni vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði og óskar eftir nánari upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla og tölvuumsjónarmanni um nýtingu tölvubúnaðarins sem fyrir er ásamt framtíðarsýn um notkun tölvutækni í skólastarfi og þróun kennsluhátta."
Rætt um nauðsyn tölvubúnaðarkaupa fyrir Dalvíkurskóla og röksemdafærslu fyrir kaupunum.
Gísli, Friðrik og Bjarni Jóhann viku af fundi kl. 12:08.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, aðalmaður, tilkynnti forföll og Þórunn Andrésdóttir, varamaður, mætti í hans stað.
Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður, tilkynnti forföll og Dagbjört Sigurpálsdóttir, varamaður, mætti í hans stað.