Byggðaráð

942. fundur 30. apríl 2020 kl. 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Bygging geymslusvæðis á skíðasvæðinu

Málsnúmer 202004057Vakta málsnúmer

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl var tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur dagsett 13. apríl 2020 vegna fyrirhugaðrar byggingar geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli sem er á fjárhagsáætlun 2020-2022. Óskað er eftir því að byggðaráð skoði hvort hægt sé að flýta framkvæmdinni þannig að hún komi til á árinu 2020, sem aðgerð til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19.

"Byggðaráð samþykkir að fá fulltrúa Skíðafélags Dalvíkur og byggingarnefndar til viðræðna um málið."

Með fundarboði fylgdi minnisblað byggingarnefndar og stjórnar Skíðafélagsins vegna fyrirhugaðrar byggingar.
Ennþá er verið að afla gagna til að ljúka kostnaðaráætlun.
Byggðaráð frestar málinu til næsta fundar að ósk bygginganefndar Skíðafélagsins.

2.Frá Fiskideginum Mikla, vegna ákvörðunar um að fresta afmælishátíð Fiskidagsins um eitt ár.

Málsnúmer 202004092Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:04 vegna vanhæfis.

Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, kom inn á fundinn kl. 13:04.

Tekin fyrir fréttatilkynning Fiskidagsnefndar frá 15. apríl 2020 en í ljósi aðstæðna hefur stjórn Fiskidagsins mikla ákveðið að fresta afmælishátíðinni um eitt ár.

Því verður engin Fiskidagshátíð í ár en 20 ára afmælishátíð Fiskidagins mikla að öllu óbreyttu haldin dagana 6. til 8. ágúst 2021.

Júlíus fór yfir ákvörðun nefndarinnar og áætlanir og verkefnin í framhaldinu.

Júlíus vék af fundi kl. 13:22.
Byggðaráð staðfestir með 2 atkvæðum styrk við Fiskidaginn mikla samkvæmt fjárhagsáætlun 2020.

Guðmundur St. Jónsson greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Byggðaráð fagnar ákvörðun Fiskidagsins mikla um að fella niður hátíðarhöld í ágúst 2020 vegna Covid-19 ástandsins.

3.Húsaleigusamningur um gæsluvallarhús

Málsnúmer 201906010Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 13:27.

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Dagur Óskarsson komu inn á fundinn kl. 13:27.

Tekið fyrir erindi frá Degi Óskarssyni dagsett 15. apríl 2020, ósk um endurnýjun á leigusamningi um gæsluvallarhús.

Dagur kynnti áform sín um nýtingu hússins.

Dagur vék af fundi kl. 13:57.
Börkur vék af fundi kl. 14:08.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til viðræðna við Dag Óskarsson um áframhaldandi leigu gæsluvallarhúss til eins árs að hámarki, til 30. apríl 2021.

4.Átak í merkingu gönguleiða

Málsnúmer 202004070Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kom inn á fundinn kl. 14:10.

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 15. apríl 2020 þar sem Markaðsstofan vill koma á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.
Átakið hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi.

Óskað er eftir því að sveitarfélög staðfesti þátttöku í verkefninu fyrir 30. apríl næstkomandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða þátttöku í verkefni Markaðsstofunnar um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.

Byggðaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði atvinnumála- og kynningarráðs og við Ferðafélag Svarfdæla.

5.Atvinnulífskönnun í kjölfar Covid19

Málsnúmer 202004142Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir kynnti fyrir byggðaráði spurningar sem senda á út til um 80 fyrirtækja í Dalvíkurbyggð strax við upphaf næstu viku.

Þessi könnun er gerð til að fá sem raunhæfasta mynd af atvinnulífinu í Dalvíkurbyggð í kjölfar kórónuveirunnar.
Byggðaráð fór yfir drögin að könnuninni og kom með sínar athugasemdir.

Íris vék af fundi kl. 14:27.
Lagt fram til kynningar.

6.Minnkandi starfshlutfall - atvinnuleysi

Málsnúmer 202004079Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar teknar saman af Sambandi íslenskra sveitarfélaga um minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi í hverjum landshluta fyrir sig. Gögnin eru fengin frá Vinnumálastofnun og sýna atvinnuleysi um 2,5% í mánuðunum fyrir Covid19. Áætlað atvinnuleysi í Dalvíkurbyggð eftir Covid er 8,2% í mars, 19,6% í apríl og 16,7% í maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum af stöðu vinnuafls í Dalvíkurbyggð ef ofangreindar spár ganga eftir.

7.Átaksverkefnið sumarstörf 2020

Málsnúmer 202004118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 22. apríl 2020, kynning á verkefni ríkisstjórnar fyrir námsmenn 18 ára og eldri á komandi sumri sem eiga engan eða takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta. Gert er ráð fyrir að Vinnumálastofnun greiði til sveitarfélags eða opinberrar stofnunar rúmar 316 þús.kr. á mánuði fyrir hvern einstakling en stofnun eða sveitarfélag verður að tryggja að öllum starfsmönnum verði greidd laun samkvæmt kjarasamningum.

Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um það hvort að þau hafi hug á að nýta þetta úrræði í sumar og þá hversu mörg störf þau sjá fyrir sér að geta skapað.

Sveitarstjóri kynnti fjögur átaksverkefni sem stjórnendur hjá Dalvíkurbyggð telja að geti fallið vel að ofangreindu.
Þessi verkefni gætu skapað allt að 18-20 störf í Dalvíkurbyggð í sumar. Öll störfin henta fólki af báðum kynjum og mörg þeirra fólki af erlendum uppruna.
Byggðaráð telur að átaksverkefnið geti styrkt atvinnutækifæri í Dalvíkurbyggð en óskar eftir að þjónustu- og upplýsingafulltrúi geri athugun í íbúagátt meðal markhópsins 18-25 ára þar sem áhugi og atvinnustaða þeirra sumarið 2020 verður könnuð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela fjármála- og stjórnsýslustjóra að sækja um styrk til Vinnumálastofnunar um tilgreind 18-20 störf.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að sækja um í Sóknaráætlun Norðurlands eystra vegna verkefnisins Listaspírur, menningarsmiðja.

8.Selárland-Verðmat

Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer

Teknir fyrir tölvupóstar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu dagsettir 20. og 29. apríl 2020, svar við tilboði Dalvíkurbyggðar í Selárlandið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða gagntilboð Ríkisins í Selárlandið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum þar um.

Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 16 við fjáhagsáætlun 2020, 10 miljónir króna, hækkun á fjárfestingu í eignasjóði 32200-11500 vegna kaupa á Selárlandinu. Fjárhæðin komi til lækkunar á handbæru fé.

9.Uppsögn á leigusamningi

Málsnúmer 202004131Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Bakkabjörg ehf. dagsett 28. apríl 2020, uppsögn á leigusamningi vegna Rima frá og með mánaðarmótunum apríl/maí 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að leysa Bakkabjörg ehf. undan leigusamningi vegna Rima frá og með mánaðarmótunum apríl/maí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela eignasjóði að auglýsa félagsheimilið Rima og tjaldstæðið við Rima til leigu til lengri eða skemmri tíma.

10.Umsókn um viðbótarframlag vegna snjómoksturs

Málsnúmer 202003055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 8. apríl 2020, svar við umsókn Dalvíkurbyggðar um viðbótarframlag úr sjóðnum til að mæta íþyngjandi kostnaði vegna snjómoksturs veturinn 2019-2020.

Ákveðið var að bíða með ákvörðun nefndarinnar um viðbótarframlög til sveitarfélaga þar til komin er skýrari mynd á lækkun tekna sjóðsins á árinu 2020 vegna Covid-19 veirunnar. Verður málið því tekið fyrir að nýju á næstu fundum nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundarboð AFE 2020

Málsnúmer 202004091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar dagsett 20. apríl 2020 þar sem boðað er til aðalfundar AFE þann 20. maí 2020 kl. 15:00. Fundurinn verður haldinn í Hörgársveit ef aðstæður í þjóðfélaginu leyfa, annars í fjarfundi.

Samkvæmt samþykktum AFE skal hvert sveitarfélag sem aðild á að félaginu tilnefna einn fulltrúa til að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi þess. Að öðru leyti er aðalfundurinn að jafnaði opinn öllum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra, að fara með umboð Dalvíkurbyggðar á aðalfundinum.

12.Frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

Málsnúmer 202004111Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 22. apríl 2020 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. apríl 2020.
Lagt fram til kynningar.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202004126Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri