Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 22. apríl 2020, kynning á verkefni ríkisstjórnar fyrir námsmenn 18 ára og eldri á komandi sumri sem eiga engan eða takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta. Gert er ráð fyrir að Vinnumálastofnun greiði til sveitarfélags eða opinberrar stofnunar rúmar 316 þús.kr. á mánuði fyrir hvern einstakling en stofnun eða sveitarfélag verður að tryggja að öllum starfsmönnum verði greidd laun samkvæmt kjarasamningum.
Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um það hvort að þau hafi hug á að nýta þetta úrræði í sumar og þá hversu mörg störf þau sjá fyrir sér að geta skapað.
Sveitarstjóri kynnti fjögur átaksverkefni sem stjórnendur hjá Dalvíkurbyggð telja að geti fallið vel að ofangreindu.
Þessi verkefni gætu skapað allt að 18-20 störf í Dalvíkurbyggð í sumar. Öll störfin henta fólki af báðum kynjum og mörg þeirra fólki af erlendum uppruna.
Byggðaráð telur að átaksverkefnið geti styrkt atvinnutækifæri í Dalvíkurbyggð en óskar eftir að þjónustu- og upplýsingafulltrúi geri athugun í íbúagátt meðal markhópsins 18-25 ára þar sem áhugi og atvinnustaða þeirra sumarið 2020 verður könnuð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela fjármála- og stjórnsýslustjóra að sækja um styrk til Vinnumálastofnunar um tilgreind 18-20 störf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að sækja um í Sóknaráætlun Norðurlands eystra vegna verkefnisins Listaspírur, menningarsmiðja."
Undir þessum lið tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Þórhalla Franklín Karlsdóttir
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela fjármála- og stjórnsýslustjóra að sækja um styrk til Vinnumálastofnunar um tilgreind 18-20 störf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að sækja um í Sóknaráætlun Norðurlands eystra vegna verkefnisins Listaspírur, menningarsmiðja.