Tekið fyrir erindi frá ÍSÍ, dagsett 1. apríl 2020 þar sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hvetjur sveitarfélög í landinu til að eiga samtöl við sín félög og fylgjast vel með því hvernig mál þróast. Mjög mikilvægt er að grípa inni í ef þörf er á og styðja félögin í gegnum þau vandamál sem kunna að vera framundan.
Jafnframt hvetur ÍSÍ sveitarfélög, sem bjóða upp á frístundastyrki sem nýta má til ástundunar íþrótta- og æskulýðsstarfs, til að skoða vel hvort unnt sé að hækka, að minnsta kosti tímabundið, upphæð frístundastyrkja.
ÍSÍ gerir sér grein fyrir því að sveitarfélögin á Íslandi sinna sínum skyldum gagnvart íþrótta- og ungmennafélögum af stakri prýði en vill hins vegar með þessari hvatningu koma til skila áhyggjum sínum af ástandinu og stöðu félaganna.
Samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi að safna saman upplýsingum frá íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð um stöðu þeirra í dag.