Umhverfis- og dreifbýlisráð

24. fundur 23. september 2024 kl. 16:15 - 19:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Steinsson
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að fá að bæta máli 202409112 - Stígagerð í kjölfar strenglagningu Rarik ofan Dalvíkur, við dagskrána. Samþykkt samhjóða með fjórum atkvæðum.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðið.

2.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmda ársins.

3.Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað verkefnastjóra þvert á svið þar sem borin eru saman þau þrjú verðtilboð sem bárust í gerð umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að gengið verði að tilboði Eflu í gerð Umhverfis- og loftslagsstefnu. Ráðið vísar vinnu við gerð stefnunnar til Fjárhagsáætlunar 2025. Áætlaður kostnaður við vinnuna er kr. 3.000.000.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Árskógsrétt

Málsnúmer 202309062Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá fjallskilastjóra Árskógsdeildar þar sem farið er fram á að það fjármagn sem áætlað var í viðgerð á Árskógsrétt verði fært fram á árið 2025. Sökum anna tókst ekki að gera við réttina í sumar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að gert verði ráð fyrir viðgerð á Árskógsrétt í Fjárhagsáætlun 2025.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Ósk um afgirt hundasvæði

Málsnúmer 202409086Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 16. september 2024, óskar Sigrun Ásta Erlingsdóttir eftir því að komið verði upp afgirtu hundasvæði á Árskógssandi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð óskar eftir samráði við Skipulagsráð um staðsetningu á afgirtum hundasvæðum í Dalvíkurbyggð. Ráðið vísar erindinu til gerðar þriggja ára áætlunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að uppfærslum og breytingum á þeim gjaldskrám sem heyra undir ráðið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2025

Málsnúmer 202409039Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að Starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs árið 2025 og einnig drög að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
Umhverfis- og dreifbýlisráð fór yfir framlögð drög og lagði fram breytingar. Starfsmönnum Framkvæmdasviðs er falið að uppfæra áætlanir í samræmi við umræður og tillögur á fundinum.fyrir næsta fund ráðsins
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Stígagerð í kjölfar strenglagningu Rarik ofan Dalvíkur

Málsnúmer 202409112Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem hún óskar eftir því að nú þegar Rarik fer í framkvæmdir við strenglagningu ofan byggðar á Dalvík verði tækifærið nýtt til þess að jarðvegsskipta á stígum til að gera þá aðgengilegri. Strenglögn Rarik fylgir þeim stígum sem fyrir eru ofan Dalvíkur, en með þessu mætti gera þá breiðaari og auðveldari yfirferðar lengri hluta ársins.
Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar við flutning á efni og jöfnum er kr. 1.396.000.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir tillöguna og felur Deildarstjóra að afla leyfa fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Steinsson
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar